
Ávaxtaeftirréttur með makkarónum og sítrónusmjöri
Léttur, ferskur eftirréttur sem sómir sér einnig vel sem kaffimeðlæti eða á kaffihlaðborði. Tekur stutta stund að útbúa og þarf ekki að baka. Sítrónusmjör er smá mótvægi við sætuna frá ávöxtum, Snickers og makkarónunum. Sumarlegur og frískandi góðgæti sem mun slá í gegn.
— ÁVAXTAKÖKUR — DUMLE — SÍTRÓNUSMJÖR — EFTIRRÉTTIR — KAFFIMEÐLÆTI —
.
Ávaxtaeftirréttur með makkarónum og sítrónusmjöri
3 dl rjómi
2 dl gróft muldar makkarónukökur
1 þroskað mangó, skorið í bita
1 dl sítrónusmjör
ávextir til skrauts (vínber, jarðarber, kíví, bláber)
1 Snickers
Dumble sósa
1 pk Dumle karamellur
3 msk rjómi
Stífþeytið rjómann. Hrærið makkarónukökum og mangó varlega saman við. Setjið í fallegt form og sléttið yfirborðið. Smyrjið sítrónusmjöri yfir og skreytið með ávöxtum og niðurskornu Snickers.
Berið fram með Dumle sósu.
Sósan:
Setjið karamellur og rjóma í pott og hitið á lágum hita, þar til karamellan er uppleyst.
— ÁVAXTAKÖKUR — DUMLE — SÍTRÓNUSMJÖR — EFTIRRÉTTIR — KAFFIMEÐLÆTI —
.