Ávaxtaeftirréttur með makkarónum og sítrónusmjöri

Ávaxtaeftirréttur með makkarónum og sítrónusmjöri dumble karamellusósa dumble sítrónusmjör lemon curd snickers ávextir eftirréttur makkarónur makkarónukökur einfaldur eftirréttur mangó ávaxtasalat ávaxtarjómasalat Dumle
Ávaxtaeftirréttur með makkarónum og sítrónusmjöri. Sumarlegur og frískandi góðgæti sem mun slá í gegn.


Ávaxtaeftirréttur með makkarónum og sítrónusmjöri

Léttur, ferskur eftirréttur sem sómir sér einnig vel sem kaffimeðlæti eða á kaffihlaðborði. Tekur stutta stund að útbúa og þarf ekki að baka. Sítrónusmjör er smá mótvægi við sætuna frá ávöxtum, Snickers og makkarónunum. Sumarlegur og frískandi góðgæti sem mun slá í gegn.

ÁVAXTAKÖKUR DUMLE — SÍTRÓNUSMJÖREFTIRRÉTTIRKAFFIMEÐLÆTI

.

Ávaxtaeftirréttur með makkarónum og sítrónusmjöri

3 dl rjómi
2 dl gróft muldar makkarónukökur
1 þroskað mangó, skorið í bita
1 dl sítrónusmjör
ávextir til skrauts (vínber, jarðarber, kíví, bláber)
1 Snickers

Dumble sósa
1 pk Dumle karamellur
3 msk rjómi

Stífþeytið rjómann. Hrærið makkarónukökum og mangó varlega saman við. Setjið í fallegt form og sléttið yfirborðið. Smyrjið sítrónusmjöri yfir og skreytið með ávöxtum og niðurskornu Snickers.
Berið fram með Dumle sósu.

Sósan:
Setjið karamellur og rjóma í pott og hitið á lágum hita, þar til karamellan er uppleyst.

ÁVAXTAKÖKURDUMLE — SÍTRÓNUSMJÖREFTIRRÉTTIRKAFFIMEÐLÆTI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vinkvennakaffi Alberts

Vinkvennakaffi Alberts. Þær eru ólíkar hefðirnar svo ekki sé nú meira sagt. Allt frá því ég stofnaði og rak safnið um franska sjómenn og kaffihús í Templaranum á Fáskrúðsfirði var nokkrum góðum vinkonum boðið í síðdegiskaffi þegar ég kom aftur til borgarinnar að afloknu sumri. Þessi siður hefur nú haldist í tæp tuttugu ár. Núna er ég kominn til borgarinnar eftir blíðskapar sumar í Breiðdalnum og hélt hið árlegta vinkvennakaffi á dögunum. Hingað mættu prúðbúnar, sumarlegar dömur sem byrjuðu á því að skála í freyðivíni áður en þær settust við kaffiborðið.

Hildur Eir og Heimir útbjuggu fiskisúpu og heilsuköku

Heiðurshjónin Hildur Eir Bolladóttir og Heimir Haraldsson á Akureyri útbjuggu fiskisúpu eftir uppskrift frá Dodda vini þeirra og heilsuköku á eftir.  Doddi heitir Þórður Jakobsson og er kokkur á sjó „við kennum hann oftast við konuna hans og segjum Doddi Sigrúnar" Doddi veit hvernig gott er að meðhöndla auðævi sjávar og metta harðduglega sjómenn (og aðra)