Ávaxtaeftirréttur með makkarónum og sítrónusmjöri

Ávaxtaeftirréttur með makkarónum og sítrónusmjöri dumble karamellusósa dumble sítrónusmjör lemon curd snickers ávextir eftirréttur makkarónur makkarónukökur einfaldur eftirréttur mangó ávaxtasalat ávaxtarjómasalat Dumle
Ávaxtaeftirréttur með makkarónum og sítrónusmjöri. Sumarlegur og frískandi góðgæti sem mun slá í gegn.


Ávaxtaeftirréttur með makkarónum og sítrónusmjöri

Léttur, ferskur eftirréttur sem sómir sér einnig vel sem kaffimeðlæti eða á kaffihlaðborði. Tekur stutta stund að útbúa og þarf ekki að baka. Sítrónusmjör er smá mótvægi við sætuna frá ávöxtum, Snickers og makkarónunum. Sumarlegur og frískandi góðgæti sem mun slá í gegn.

ÁVAXTAKÖKUR DUMLE — SÍTRÓNUSMJÖREFTIRRÉTTIRKAFFIMEÐLÆTI

.

Ávaxtaeftirréttur með makkarónum og sítrónusmjöri

3 dl rjómi
2 dl gróft muldar makkarónukökur
1 þroskað mangó, skorið í bita
1 dl sítrónusmjör
ávextir til skrauts (vínber, jarðarber, kíví, bláber)
1 Snickers

Dumble sósa
1 pk Dumle karamellur
3 msk rjómi

Stífþeytið rjómann. Hrærið makkarónukökum og mangó varlega saman við. Setjið í fallegt form og sléttið yfirborðið. Smyrjið sítrónusmjöri yfir og skreytið með ávöxtum og niðurskornu Snickers.
Berið fram með Dumle sósu.

Sósan:
Setjið karamellur og rjóma í pott og hitið á lágum hita, þar til karamellan er uppleyst.

ÁVAXTAKÖKURDUMLE — SÍTRÓNUSMJÖREFTIRRÉTTIRKAFFIMEÐLÆTI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tíu vinsælustu gestabloggararnir á alberteldar.com

Tíu vinsælustu gestabloggararnir. Núna þegar árið er rétt hálfnað er ágætt að horfa um öxl og skoða hvaða gestabloggarar njóta mestra vinsælda. Gestabloggaraleikurinn felst í að 52 útbúa góðgæti fyrir bloggið á árinu. Topp tíu listinn er hér að neðan, smellið á nöfnin þeirra til að sjá færslurnar

  1. Helga Hermannsdóttir
  2. Anna Sigga Helgadóttir
  3. Margrét Jónsdóttir Njarðvík
  4. Svanhvít Valgeirsdóttir
  5. Helga Þorleifsdóttir
  6. Signý Sæmundsdóttir
  7. Edda Björgvinsdóttir
  8. Þórunn Björnsdóttir
  9. Ólöf Jónsdóttir
  10. Vigdís Másdóttir

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Rabarbaraskyr með lakkrís

Rabarbaraskyr með lakkrís. Björg Þórsdóttir bauð í steiktan þorsk í kókosraspi með eplum og banönum um daginn og var með ótrúlega góðan skyrrétt á eftir með hrálakkrísdufti sem hún stráði yfir.

Chai te

Chai te er allra meina bót og virkar einnig fyrirbyggjandi. Hér á bæ fáum við okkur Chai te við og við og vetur hefur okkur ekki orðið misdægurt - hvort sem það er teinu að þakka eða öðru.