Ávaxtaeftirréttur með makkarónum og sítrónusmjöri

Ávaxtaeftirréttur með makkarónum og sítrónusmjöri dumble karamellusósa dumble sítrónusmjör lemon curd snickers ávextir eftirréttur makkarónur makkarónukökur einfaldur eftirréttur mangó ávaxtasalat ávaxtarjómasalat Dumle
Ávaxtaeftirréttur með makkarónum og sítrónusmjöri. Sumarlegur og frískandi góðgæti sem mun slá í gegn.


Ávaxtaeftirréttur með makkarónum og sítrónusmjöri

Léttur, ferskur eftirréttur sem sómir sér einnig vel sem kaffimeðlæti eða á kaffihlaðborði. Tekur stutta stund að útbúa og þarf ekki að baka. Sítrónusmjör er smá mótvægi við sætuna frá ávöxtum, Snickers og makkarónunum. Sumarlegur og frískandi góðgæti sem mun slá í gegn.

ÁVAXTAKÖKUR DUMLE — SÍTRÓNUSMJÖREFTIRRÉTTIRKAFFIMEÐLÆTI

.

Ávaxtaeftirréttur með makkarónum og sítrónusmjöri

3 dl rjómi
2 dl gróft muldar makkarónukökur
1 þroskað mangó, skorið í bita
1 dl sítrónusmjör
ávextir til skrauts (vínber, jarðarber, kíví, bláber)
1 Snickers

Dumble sósa
1 pk Dumle karamellur
3 msk rjómi

Stífþeytið rjómann. Hrærið makkarónukökum og mangó varlega saman við. Setjið í fallegt form og sléttið yfirborðið. Smyrjið sítrónusmjöri yfir og skreytið með ávöxtum og niðurskornu Snickers.
Berið fram með Dumle sósu.

Sósan:
Setjið karamellur og rjóma í pott og hitið á lágum hita, þar til karamellan er uppleyst.

ÁVAXTAKÖKURDUMLE — SÍTRÓNUSMJÖREFTIRRÉTTIRKAFFIMEÐLÆTI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.