Súkkulaðihjónabandssæla
Hjónabandssæla á alltaf vel við og sælurnar geta verið missjafnar, hér er ein með súkkulaði. Kökuna góðu fengum við í einni af fjölmörgum eftirminnilegum veislum hjá Kvennakór Ísafjarðar en hún er hér lítillega breytt. Við súkkulaðið færist hjónabandssæla upp um sæluflokk.
— HJÓNABANDSSÆLUR — KAFFIMEÐLÆTI — KVENNAKÓR ÍSAFJARÐAR —
.
Súkkulaðihjónabandssæla
250 g smjör við stofuhita
2 b sykur
2-3 egg
2 b hveiti
2 b kókosmjöli
2 b haframjöli
2 tsk matarsóda.
100 g súkkulaðidropar.
Hrærið saman smjöri, sykri og eggjum. Bætið hveiti, kókosmjöli, haframjöli, matarsóda og súkkulaði saman við.
Bakað við 180°C í 30 mín. (tíminn getur verið mislangur, fer eftir ofnum). Deigið dugar í tvær og veitir ekki af! Best með þeyttum rjóma.
— HJÓNABANDSSÆLUR — KAFFIMEÐLÆTI — KVENNAKÓR ÍSAFJARÐAR —
.