Súkkulaðihjónabandssæla

Súkkulaðihjónabandssæla hjónabandssæla með súkkulaði kaffimeðlæti ísafjörður kvennakór ísafjarðar Ingibjörg Elín magnúsdóttir
Súkkulaðihjónabandssæla, við súkkulaðið færist hjónabandssæla upp um sæluflokk.

Súkkulaðihjónabandssæla

Hjónabandssæla á alltaf vel við og sælurnar geta verið missjafnar, hér er ein með súkkulaði. Kökuna góðu fengum við í einni af fjölmörgum eftirminnilegum veislum hjá Kvennakór Ísafjarðar en hún er hér lítillega breytt. Við súkkulaðið færist hjónabandssæla upp um sæluflokk.

— HJÓNABANDSSÆLUR — KAFFIMEÐLÆTIKVENNAKÓR ÍSAFJARÐAR

.

Súkkulaðihjónabandssæla

250 g smjör við stofuhita
2 b sykur
2-3 egg
2 b hveiti
2 b kókosmjöli
2 b haframjöli
2 tsk matarsóda.
100 g súkkulaðidropar.

Hrærið saman smjöri, sykri og eggjum. Bætið hveiti, kókosmjöli, haframjöli, matarsóda og súkkulaði saman við.

Bakað við 180°C í 30 mín. (tíminn getur verið mislangur, fer eftir ofnum). Deigið dugar í tvær og veitir ekki af! Best með þeyttum rjóma.

— HJÓNABANDSSÆLUR — KAFFIMEÐLÆTIKVENNAKÓR ÍSAFJARÐAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pinacolada hrákaka – Matarbúr Kaju

 

Pinacolada hrákaka. Á Akranesi er eina lífrænt vottaða búð landsins: Matarbúr Kaju.  Í júní sl opnaði þar á sama stað kaffihúsið Café Kaja (kaffihúsið er í vottunarferli). Á kaffihúsinu eru allir drykkir og meðlæti unnið úr lífrænu hráefni - hvorki meira né minna.

Grænmetislasagna Dóru Emils

Lasagna

Lasagna Dóru Emils. Satt best að segja er það Dóru að þakka að ég fékk áhuga á grænmetisfæði hún er afar fær á því sviði. Í mínu ungdæmi var svona matur kallaður gras og mikið hlegið að grænmetisætunni Fríðu Fennel í þættinum "Gættu að hvað þú gerir maður" En nú er öldin aldeilis önnur og við vitum að grænmeti gerir okkur gott enda eru fleiri og fleiri sem taka mataræði sitt í gegn.