Auglýsing
Sunna reynisdóttir og Magnús eggertsson við Bryggjukaffi á Flateyri kaffihús önundarfjörður café restaurant flateyri fish soup cakes
Sunna og Magnús við Bryggjukaffi á Flateyri

Bryggjukaffi á Flateyri

Þau ykkar sem hyggið á ferðalag um Vestfirði í sumar, eigið völ á þremur veitingastöðum á Flateyri. Þar á meðal er Bryggjukaffi, en þangað fórum við í sunnudagsbíltúr og nutum heimilislegra veitinga. Þetta er þriðja sumarið sem hjónin Sunna Reynisdóttir og Magnús Eggertsson reka Bryggjukaffi. Veggina prýða málverk eftir Magnús og allt er búið til á staðnum. Þarna er gott andrúmsloft og hægt að mæla með heimsókn þangað.

Ef við erum í meira „mat”stuði er hægt að fá sér matarmiklar súpur, fiskisúpa, harira súpa og chili-tómatsúpa. Súpa dagsins er alltaf vegan og er breytilegt hver hún er í dag voru tvær í boði, Harira og chilli tómat. Og öllu er hægt að skola niður með bjór, léttvíni og kaffidrykkjum.
Hægt er að fá sér harðfisk með smjöri, rúgbrauð með reyktum rauðmaga og vestfirska hveitiköku með hangikjöti, en auk þess venjulegra kaffimeðlæti, eins og vöfflur, döðlugott og kleinur.
Dásamlegar kökur, trúlega besta gulrótakaka landsins, vegan döðlukaka með karamellukremi, glútenlaus hjónabandssæla og rjómaostakaka, sem er með rjómaosti, ananassafa og bláberjum sem tínd voru á Kálfeyri í Önundarfirði.

Auglýsing

FLATEYRIVEITINGASTAÐIRÍSLANDÖNUNDARFJÖRÐUR

.

Heimabakað rúgbrauð með reyktum rauðmaga
Vestfirskar hveitikökur með hangikjöti
Beyglur af ýmsu tagi, t.d. með rioja skinku, piparsósu, rauðlauk og osti, önnur með túnsúrupestói, rjómaosti, þistilhjörtum og sólþurrkuðum tómötum og þriðja með camembert og bláberjasultu.
Fiskisúpan er landsfræg, hana fengu Sunna og Magnús með húsinu og gengur hún undir nafninu Tobbusúpa hjá heimamönnum
Harisa súpa
Gulrótakaka
Döðluterta með karamellukremi
Rjómaostakaka, sem er með rjómaosti, ananassafa og bláberjum sem tínd voru á Kálfeyri.

AÐ LOKUM: Okkur finnst mjög gaman að fara út að borða, smakka nýja rétti og deila með gestum síðunnar. Ef þið viljið umfjöllun er netfangið albert.eiriksson@gmail.com

FLATEYRIVEITINGASTAÐIRÍSLANDÖNUNDARFJÖRÐUR

.