Súkkulaðihjónabandssæla

Súkkulaðihjónabandssæla hjónabandssæla með súkkulaði kaffimeðlæti ísafjörður kvennakór ísafjarðar Ingibjörg Elín magnúsdóttir
Súkkulaðihjónabandssæla, við súkkulaðið færist hjónabandssæla upp um sæluflokk.

Súkkulaðihjónabandssæla

Hjónabandssæla á alltaf vel við og sælurnar geta verið missjafnar, hér er ein með súkkulaði. Kökuna góðu fengum við í einni af fjölmörgum eftirminnilegum veislum hjá Kvennakór Ísafjarðar en hún er hér lítillega breytt. Við súkkulaðið færist hjónabandssæla upp um sæluflokk.

— HJÓNABANDSSÆLUR — KAFFIMEÐLÆTIKVENNAKÓR ÍSAFJARÐAR

.

Súkkulaðihjónabandssæla

250 g smjör við stofuhita
2 b sykur
2-3 egg
2 b hveiti
2 b kókosmjöli
2 b haframjöli
2 tsk matarsóda.
100 g súkkulaðidropar.

Hrærið saman smjöri, sykri og eggjum. Bætið hveiti, kókosmjöli, haframjöli, matarsóda og súkkulaði saman við.

Bakað við 180°C í 30 mín. (tíminn getur verið mislangur, fer eftir ofnum). Deigið dugar í tvær og veitir ekki af! Best með þeyttum rjóma.

— HJÓNABANDSSÆLUR — KAFFIMEÐLÆTIKVENNAKÓR ÍSAFJARÐAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hafrakossar – jólalegar smákökur

Hafrakossar - jólalegar smákökur. Karl Indriðason er rúmlega þrítugur Breiðdælingur sem kallar ekki allt ömmu sína og gaman að segja frá því að hann er Fáskrúðsfirðingur í föðurætt. „Ég er með hússtjórnarpróf frá Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Hef frá unga aldri haft áhuga á bakstri og matreiðslu og hef meðal annars starfað við það. Hef einnig brennandi áhuga á hönnun og húsbúnaði, kalla mig oft húsbúnaðarperra, auk þess hef gaman af útiveru með heimilshundinum og gríp í heklunálina þegar tími gefst" Karl og eiginmaður hans Benedikt Jónsson hafa verið búsettir á Breiðdalsvík í tæp 5 ár, þar á undan var hann búsettur á Spáni í 9 mánuði. Í dag starfar Karl sem þvottahússtjóri hjá Þvottaveldinu ehf.

Rabarbara- og eplabaka

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Rabarbara- og eplabaka. Endilega nýtum rabarbarann eins og við getum, það má sulta, gera grauta, baka úr honum (t.d. rabarbarapæ) og ég veit ekki hvað og hvað. Sjálfur frysti ég aldrei rabarbara, mér finnst hann vera afurð sumarsins - hann missir svolítið sjarmann eftir frystinguna.

SaveSave

SaveSaveSaveSave