Rjómaostur og reyktur silungur

Laxaplatti með rjómaosti reyktur lax kapers rjómaostur árdís hulda
Laxaplatti með rjómaosti – fallegur réttur sem sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er

Laxaplatti með rjómaosti

Laxaplatti með rjómaosti – fallegur réttur sem sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er. Laxaplattinn var í boði hjá Árdísi Huldu þegar hún sló upp veislu fyrir Húsfreyjuna.

REYKTUR LAXÁRDÍS HULDAHÚSFREYJANKLÚBBARÉTTIR

.

Laxaplatti með rjómaosti

1 Hreinn rjómaostur
1 Rjómaostur með graslauk og lauk
Vorlaukur, fínt skorinn
Kapers
Sítrónubörkur, rifinn
Svartur pipar, nýmalaður
Reyktur lax
Dill

Hrærið saman rjómaostunum og setjið fínsaxaðan vorlauk út í. Smyrjið á platta. Setjið yfir lax, sítrónubörk, vorlauk, kapers, dill og nýmalaðan pipar. Borið fram með kexi.

Silla Páls myndar veisluboð hjá Árdísi Huldu fyrir Húsfreyjuna

REYKTUR LAXÁRDÍS HULDAHÚSFREYJANKLÚBBARÉTTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Heitur ofnréttur Önnu Siggu – sá allra vinsælasti

Heitur ofnréttur Önnu Siggu. Anna Sigga Helgadóttir tók ljúflega í að elda fyrir bloggið. Leiðir okkar lágu saman þegar hún eldaði fyrir mig á Gestgjafaárum mínum. Á meðan rétturinn var í ofninum náði hún í blaðið sem kom út 2003 og það vakti kátínu okkar að hún var með sömu svuntu núna og þá. „Mamma mín eldaði oft þennan ofnrétt á sunnudgagskvöldum hérna í den og öllum þótti hann alveg ótrúlega góður, í hvert skipti." segir söngkonan Anna Sigga

Hábítur í Perlunni – Út í bláinn

Út í bláinn í Perlunni. Efstu hæð Perlunnar í Reykjavík hefur verið breytt mikið, matsölustaðurinn Út í bláinn er sunnan megin og Kaffitár er norðan megin. Já og gólfið snýst núna aðeins á kvöldin. Við skelltum okkur í vel útilátinn hábít í Perlunni á nýja veitingastaðinn Út í bláinn. Hábítur er brunch, eða hádegismatur og árbítur í einu orði.

Eyjólfur hinn elskulegi býður heim


Eyjólfur hinn elskulegi býður heim.  Eyjólfur vinur okkar Eyjólfsson er í sumar að vinna á Þjóðlagasetrinu á Siglufirði. Ef vel stendur á þá spilar hann á langspil fyrir gesti og á sérstökum kvöldstundum setursins kveður hann jafnvel og syngur. Eyjólfur er hvers manns hugljúfi og heillar gesti upp úr skónum með leiftrandi og ástríðufullri frásögn um stórmerkilegt framlag Bjarna Þorsteinssonar til íslensks tónlistararfs. Á ferð okkar til Siglufjarðar bauð hann okkur í heimsókn að lokinni eftirminnilegri heimsókn á Þjóðlagasetrið. Siglufjörður rokkar

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Fyrri færsla
Næsta færsla