
Laxaplatti með rjómaosti
Laxaplatti með rjómaosti – fallegur réttur sem sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er. Laxaplattinn var í boði hjá Árdísi Huldu þegar hún sló upp veislu fyrir Húsfreyjuna.
— REYKTUR LAX — ÁRDÍS HULDA — HÚSFREYJAN — KLÚBBARÉTTIR —
.
Laxaplatti með rjómaosti
1 Hreinn rjómaostur
1 Rjómaostur með graslauk og lauk
Vorlaukur, fínt skorinn
Kapers
Sítrónubörkur, rifinn
Svartur pipar, nýmalaður
Reyktur lax
Dill
Hrærið saman rjómaostunum og setjið fínsaxaðan vorlauk út í. Smyrjið á platta. Setjið yfir lax, sítrónubörk, vorlauk, kapers, dill og nýmalaðan pipar. Borið fram með kexi.

— REYKTUR LAX — ÁRDÍS HULDA — HÚSFREYJAN — KLÚBBARÉTTIR —
.