Melónusalat

Melónusalat melónur MELÓNA gúrka vatnsmelóna hunang mynta minta salat sumarlegt Berta Dröfn Ómarsdóttir & Svanur Vilbergsson, Ásdís Elvarsdóttir, Íris Sveinsdóttir , Jón Guðmundsson og Sonja Haraldsdóttir grindavíkurdætur grindavík kvennakórinn hrynjandi
Frískand, fallegt og ljúffengt melónusalat

Melónusalat

Söngkonan Berta Dröfn kann svo sannarlega að lifa lífinu og lætur drauma sína rætast. Reglulega fréttist af henni syngjandi í uppfærslum í New York eða á Ítalíu. Hún er af miklu „matarkyni” komin er óhrædd við að prófa nýja rétti og slær upp veislu af minnsta tilefni. Milli þess sem hún sinnir gestum Þjóðarbókhlöðunnar stjórnar hún tveimur kvennakórum með brosi á vör, Grindavíkurdætrum og Kvennakórnum Hrynjanda. Berta heldur reglulega til Ítalíu, ýmist í tónleikaferðir eða sem leiðsögukona með fróðleiksfúsa ferðamann. Svanur Vilbergsson gítarleikari stóð þétt við hlið Bertu sinnar við að undirbúa veisluna.

BERTA DRÖFNMELÓNURHÚSFREYJANGRINDAVÍKKVENNAKÓR

.

Svanur, Íris, Ásdís, Sonja, Jón og Berta

Melónu salat

½ vatnsmelóna
1 agúrka
30 fersk lauf af myntu

Dressing:
2 msk fíflahunang (eða annað mjúkt hunang)
2 msk hreinn lime safi
1 ½ msk ólífuolía
smá salt

Skerið salatið og setjið í skál. Blandið dressinguna saman og hellið yfir salatið.

Berta aðstoðar Sillu ljósmyndara en uppskrifin og fleiri til birtist í Húsfreyjunni.

BERTA DRÖFNMELÓNURHÚSFREYJANGRINDAVÍKKVENNAKÓR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.