Rjómaostur og reyktur silungur

Laxaplatti með rjómaosti reyktur lax kapers rjómaostur árdís hulda
Laxaplatti með rjómaosti – fallegur réttur sem sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er

Laxaplatti með rjómaosti

Laxaplatti með rjómaosti – fallegur réttur sem sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er. Laxaplattinn var í boði hjá Árdísi Huldu þegar hún sló upp veislu fyrir Húsfreyjuna.

REYKTUR LAXÁRDÍS HULDAHÚSFREYJANKLÚBBARÉTTIR

.

Laxaplatti með rjómaosti

1 Hreinn rjómaostur
1 Rjómaostur með graslauk og lauk
Vorlaukur, fínt skorinn
Kapers
Sítrónubörkur, rifinn
Svartur pipar, nýmalaður
Reyktur lax
Dill

Hrærið saman rjómaostunum og setjið fínsaxaðan vorlauk út í. Smyrjið á platta. Setjið yfir lax, sítrónubörk, vorlauk, kapers, dill og nýmalaðan pipar. Borið fram með kexi.

Silla Páls myndar veisluboð hjá Árdísi Huldu fyrir Húsfreyjuna

REYKTUR LAXÁRDÍS HULDAHÚSFREYJANKLÚBBARÉTTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Servíettubrot – munnþurrkubrot

SérvíettubrotSérvíettubrot

Servíettubrot. Farið var að nota servíettur á 15.öld að því talið er. Þá var þeim troðið ofan í hálsmálið eða bundnar um hálsinn. En nú er öldin önnur og við leggjum servíettua pent í kjöltuna. Það þarf ekki að vera svo erfitt að brjóta servíettur. En eins og með svo margt annað þá skapar æfingin meistarann :)

Rabarbarapæ með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti

Rabarbarapæ með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti. Gaman að segja frá því að Rabarbarapæið fræga hefur fengið upplyftingu. Sumarútgáfan í ár er með einu litlu epli, kókosmjöli og góðum slatta af Rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti frá Nóa Síríus. Ég legg ekki meira á ykkur.

Fyrri færsla
Næsta færsla