
SKESSUHURÐ
Þjóðsögur þurfa hvorki að vera langar né flóknar. Á Fáskrúðsfirði er fallegur berggangur sem kallast Skessuhurð. Sagan segir að þar á bakvið sé skessa ein sem opnar hurðina á tíu ára fresti og gáir til veðurs. Sögulok.
— ÞJÓÐSÖGUR — HÖFÐAHÚS — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — SKESSU… — ÖRNEFNI —
.
„Utan við Höfðahúsárós er hvammur, sem kallaður er Höfðahúsárhvammur, hann tilheyrði Höfðahúsum, meðan áin rann fyrir utan hann, og í gamla daga réði áin landamerkjum. Í hvamminum byggði Stefán á H[öfða]h[úsum] nýtt timburhús um 1900, sem brann. Þar er B[ergkvist] fæddur. Fyrir mörgum árum síðan bjó þar maður sem Ásmundur hét Finnbogason. Hann fórst frá konu og mörgum börnum um 1910-22 (Fyrir utan hvamminn tekur við Höfðinn, hár og mikill klettur. Vestan í Höfðanum er einkennilegt berg, sem kallað var Skessuhurð. Sagt var, að skessan opnaði hurð þessa á 10 ára fresti að gá til veðurs). Sömu nótt reis Stefán á Höfðahúsum á fætur, leit á loftvog og sá, að hún var fallin um 4 stig. Fór hann þá til Ásmundar að láta vita, en Ásmundur var róinn, og aðeins
hvalbeinin eftir í fjörunni”*
Í örnefnaskrá Árnagerðis og Lækjamóts stendur m.a.:
„Skessuhurð (6) er sérkennilegur, flatur klettur, mjög sléttur. Hún er áföst við Höfðann og gengur í sjó fram. Í örnefnaskrá Höfðahúsa segir, að sagt sé, að skessan opnaði hurð þessa á 10 ára fresti að gá til veðurs”.**
Viðar Sigurbjörnsson (1934-2006), ólst upp á Höfðahúsum, heyrði söguna þannig að skessan Spör hafi komið úr Spararfjalli hafi farið inn þar sem Skessuhurð er, skellt á eftir sér og aldrei komið út aftur.***
* Stofnun Árna Magnússonar
**Úr örnefnaskrá Höfðahúsa, heimildarmaður Bergkvist Stefánsson (1903-1986)
***Samtal við Albert Eiríksson í júní 2004



— ÞJÓÐSÖGUR — HÖFÐAHÚS — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — SKESSU… — ÖRNEFNI —
.
L’Histoire de la Porte de l’Ogress
Dans le pittoresque fjord de Fáskrúðsfjörður se trouve une formation rocheuse remarquable connue sous le nom de Skessuhurð, ou “La Porte de l’Ogress”. Selon la légende, une ogresse réside derrière cette porte de pierre, qu’elle ouvre tous les dix ans pour vérifier la météo.
Près de l’embouchure de la rivière Höfðahúsá se trouve une petite vallée appelée Höfðahúsárhvammur. Au début des années 1900, un homme nommé Stefán y construisit une maison en bois, mais celle-ci brûla par la suite. C’est là que Bergkvist naquit. Quelques années plus tôt, un autre homme, nommé Ásmundur Finnbogason, vivait dans la région. Il périt en mer entre 1910 et 1922, laissant une femme et plusieurs enfants derrière lui.
Non loin de la vallée se dresse une haute falaise appelée Höfðinn. Sur son côté occidental se trouve la roche distinctive et plate appelée Skessuhurð. Selon l’histoire, l’ogresse ouvrait cette porte tous les dix ans pour jeter un œil à la météo.
Une nuit fatidique, Stefán remarqua que le baromètre avait chuté de manière significative, signalant une tempête. Il se précipita pour avertir Ásmundur, mais ce dernier était déjà parti en mer. Tout ce qu’il resta de lui sur la rive furent des os de baleine, autrefois utilisés pour aider à lancer son bateau.
Dans une autre version de l’histoire, l’ogresse, connue sous le nom de Spör, venait de Spararfjall. Après être entrée dans la formation rocheuse où se trouve Skessuhurð, elle claqua la porte derrière elle et ne fut jamais revue.
…
The Tale of the Ogress’s Door
In the scenic fjord of Fáskrúðsfjörður lies a remarkable rock formation known as Skessuhurð, or “The Ogress’s Door.” According to legend, an ogress resides behind this stone door, which she opens every ten years to check the weather.
Near the mouth of the Höfðahúsá River is a small valley called Höfðahúsárhvammur. In the early 1900s, a man named Stefán built a wooden house there, but it later burned down. This is where Bergkvist was born. Years earlier, another man named Ásmundur Finnbogason lived in the area. He perished at sea between 1910 and 1922, leaving behind a wife and several children.
Not far from the valley stands a tall cliff known as Höfðinn. On its western side lies the distinctive flat rock called Skessuhurð. As the story goes, the ogress would open this door every ten years to glimpse the weather.
One fateful night, Stefán noticed that the barometer had dropped significantly, signaling a storm. He hurried to warn Ásmundur, but Ásmundur had already set out to sea. All that was left of his presence were whale bones on the shore — once used to help launch his boat.
In another version of the tale, the ogress, known as Spör, came from Spararfjall. After entering the rock formation where Skessuhurð stands, she slammed the door shut behind her and was never seen again.