Hollt, gott og einfalt salat
Salöt þurfa hvorki að vera flókin né vesen að búa þau til. Þetta holla salat varð eiginlega til úr því sem var til og hlutföllin frjálsleg.
Smá tips: Útbúið vænan skammt (tvöfaldan) og hafið í ísskápnum á áberandi stað. Með því sláið þið tvær flugur í einu höggi, heimilisfólk borðar meira grænmeti og spurningunni: Er ekkert til að borða? er svarað áður en hún er borin upp.
— SALÖT — BANKABYGG — GRÆNKÁL —
.
Hollt, gott og einfalt salat
2 b soðið bankabygg
1 b saxað grænkál
1 paprika
1/3 gúrka
1 epli
1/2 dl saxaðar möndlur.
Dressing:
Sítrónusafi, ólífuolía, smá vatn, salt og pipar hrist saman.
Blandið öllu saman og hellið dressingunni yfir.
— SALÖT — BANKABYGG — GRÆNKÁL —
.