Hollt, gott og einfalt salat

Bankabygg Hollt, gott og einfalt salat grænkál epli möndlur
Hollt, gott og einfalt salat

 

Hollt, gott og einfalt salat

Salöt þurfa hvorki að vera flókin né vesen að búa þau til. Þetta holla salat varð eiginlega til úr því sem var til og hlutföllin frjálsleg.

Smá tips: Útbúið vænan skammt (tvöfaldan) og hafið í ísskápnum á áberandi stað. Með því sláið þið tvær flugur í einu höggi, heimilisfólk borðar meira grænmeti og spurningunni: Er ekkert til að borða? er svarað áður en hún er borin upp.

SALÖTBANKABYGGGRÆNKÁL

.

Hollt, gott og einfalt salat

2 b soðið bankabygg
1 b saxað grænkál
1 paprika
1/3 gúrka
1 epli
1/2 dl saxaðar möndlur.

Dressing:
Sítrónusafi, ólífuolía, smá vatn, salt og pipar hrist saman.

Blandið öllu saman og hellið dressingunni yfir.

SALÖTBANKABYGGGRÆNKÁL

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pippterta frá Guju Begga

Pippterta. Guja Begga, eða Guðríður Bergkvistsdóttir, er ein af fjölmörgum konum sem ég hef matarást á - eða samt aðallega tertuást. Um árið bakaði hún fyrir mig Rasptertu og ég gerði mér upp erindi daginn eftir til að fá meira af tertunni. Núna bakaði Guja Pipptertu sem auðvitað bragðaðist vel eins og allt sem hún galdrar fram.

Piparsveinar – verðlaunasmákökur

Pip­ar­svein­ar Ástrós Guðjóns­dótt­ir gerði sér lítið fyrir og sigraði í Smákökusamkeppni Kornax í ár. Í viðtali í Morgunblaðinu seg­ir Ástrós að hug­mynd­in að kök­un­um hafi kviknað í hálf­gerðri til­rauna­starf­semi. „Ég var ný­kom­in heim til Íslands og pip­ar­kúl­urn­ar frá Nóa voru ný­komn­ar á markað. Mér finnst þær æðis­leg­ar og fyrsta skrefið var kara­mell­an sjálf. Síðan bætti ég við botn­in­um og loks hjúpn­um og úr varð þessi fína smákaka,“ seg­ir Ástrós um það hvernig Pip­ar­svein­arn­ir urðu til.