Skinkuhorn

Skinkuhorn bakstur klúbbaréttir skinka horn bergþór pálsson ostalyst
Hver elskar ekki nýbökuð skinkuhorn?

Skinkuhorn

Hver elskar ekki nýbökuð skinkuhorn? Bergþór minn gróf upp gamla uppskrift og dúkkaði upp með skinkuhorn á kennarafundi – þau vöktu lukku, mikla lukku.

BRAUÐBAKSTURKAFFIMEÐLÆTIKLÚBBARÉTTIRHORNBERGÞÓR

.

Skinkuhorn

Deig:
300 ml mjólk
2 tsk þurrger
1 msk sykur
500 g hveiti
1 tsk salt
1 dl olía

Hellið ylvolgri mjólk (40°C) í hrærivélarskál og hrærið þurrger og sykur saman við. Blandið saman hveiti og salti og hrærið saman við mjólkurblönduna, þegar gerið er byrjað að freyða. Bætið olíunni út í og hrærið rólega saman í nokkrar mínútur eða þar til deigið er jafnt. Nú er gott að taka deigið upp úr og hnoða upp í hveiti, lítið í einu, þar til það festist ekki við hendur, en er þó ekki þurrt. Látið hefast í skálinni í 2 klst.

Fylling:
200 g skinka
200 g skinkumyrja eða beikonsmurostur

Skerið skinku í litla ferninga og blandið saman við smurostinn.

Þegar deigið hefur hefast, skiptið því í tvær kúlur og fletjið út í hring á hveitistráðu borði. Skerið eins og pizzu í 16 þríhyrninga.

Setjið rúma teskeið af fyllingu á breiða enda þríhyrningsins og rúllið upp þaðan inn að mjóa endanum.

Leggið á ofnplötu með bökunarpappír, með mjóa endann niður og klípið vel saman til hliðar, svo að fyllingin sullist ekki út í bakstrinum.

Penslið með mjólk og bakið í 9-10 mín. við 200°C. Einnig má pensla með eggi og/eða rifnum osti.

BRAUÐBAKSTURKAFFIMEÐLÆTIKLÚBBARÉTTIRHORNBERGÞÓR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Jólaævintýri Marentzu Poulsen á Flórunni

Jólaævintýri Marentzu Poulsen á Flórunni. Marentza Poulsen hefur kennt okkur margt. Fyrst man ég eftir henni þegar hún stóð vaktina við jólahlaðborðin á Loftleiðum. Með bros á vör benti hún fólki að fara margar ferðir og blanda ekki öllu saman. Síðan hef ég fylgst með öllu sem frá henni kemur af miklum áhuga.

Rabarbarinn er nauðsynlegur – Heimilisblaðið 1939

RabarbariNú, þegar sveskjur, rúsínur og aðrir þurrkaðir ávextir eru ófáanlegir er rabarbarinn mjög nauðsynlegur. Það má geyma rabarbara á margan hátt, t.d. búa til úr honum sultutau eða saft, eins má geyma hann í vatni og búa svo til úr honum smám saman yfir veturinn grauta o. fl.                    -Heimilisblaðið 1939