Prag í Tékklandi

Borðað á Four Seasons í Prag: Albert eiríksson, Ásdís olsen , Birkir Benediktsson , Sólveig Eiríksdóttir, Vilborg Eiríksdóttir, Halldóra Eiríksdóttir, Árdís hulda Eiríksdóttir, Steinn hrútur Eiríksson og Hulda steinsdóttir tékkland afternoon tea matarborg matarganga brimnes what to to in pragh prague good restaurants hvað er hægt að gera í prag spennandi áhugavert
Borðað á Four Seasons í Prag: Albert, Ásdís, Birkir, Sólveig, Vilborg, Halldóra, Árdís, Steinn og Hulda

Prag í Tékklandi

Ó! það er svo gaman að upplifa lönd og borgir í gegnum mat. Við systkinin dvöldum nokkra daga í Prag með mömmu, þeirri fallegu borg sem á sér merka sögu, og gerðum tékkneskum mat góð skil og nutum frá morgni til kvölds. Eins og í öllum stórum borgum er um óteljandi veitingahús að velja. Tékkar eru meðal annars frægir fyrir bjór en um 800 bjórbrugghús eru í landinu. Árlega koma milli 6 og 8 milljónir ferðamanna til Prag. Við Bergþór höfum nokkrum sinnum farið til Prag, meðal annars í matarferðir á árunum fyrir Covid.

PRAGTÉKKLANDMATARBORGIRMATARGÖNGURAFTERNOON TEA

.

Afternoon Tea á Kavárna Obecní dům (Municipal House Café). Frá vinstri Steinn, Ásdís, Hulda, Birkir, Árdís, Albert, Halldóra, Vilborg og Sólveig.
Hópurinn með hluta af starfsfólkinu á Ungelt veitingastaðnum. Þarna var allt upp á TÍU. Mæli með þessum stað.
Allt mögulegt í boði á Ungelt – svoooo gott
Brot af því sem við fengum á Ungelt. Neðst til vinstri er súkkulaðisúpa

 

Kjötveisla á Brasileiro U Zelene zaby

Brasileiro U Zelene zaby

Brasileiro U Zelene zaby, er brasilískt veitingahús í Prag. Þjónarnir komu með kjötið á teinum og skáru niður á diskana okkar. Mjög gott.

Jakub frá Secret Food Tours fór með hópinn í matargöngu í Prag.

Matarganga í Prag

Á ferðalögum um heiminn er oftar en ekki farið í matargöngu með leiðsögn, eitthvað sem vel má mæla með. Jakub frá Secret Food Tours fór með hópinn í matargöngu í Prag. Smökkuðum meðal annars kjötsúpu, steiktan ost, smurt brauð, bjór, pikklaðan camembert, gúllas, piparkökur og dillsósu.

Í matargöngunni smökkuðum við meðal annars kjötsúpu, steiktan ost, smurt brauð, bjór, pikklaðan camembert, gúllas, piparkökur og dillsósu.

 

Hressandi miðaldakvöldskemmtun með mat á U Pavouka.
GamberoRosso. Svo er voða vel þegið að fara á einn góðan ítalskan pitsustað. Frá vinstri Birkir, Árdís, Hulda, Albert, Sólveig, Vilborg og Halldóra.
Fórum á kaffihús og báðum um þjóðlega tertusneið með kaffinu, fengum Medovník, sem er tékknesk hunangsterta.
Artic bakehouse

Artic bakehouse

Artic bakehouse ber af  bakaríum í Prag. Davíð Arnórsson opnaði bakaríið fyrir nokkrum árum og það þarf nú varla að taka það fram að bestu brauðin og kaffimeðlætið eru þar. Allir Íslendingar sem fara til Prag ættu að gera sér ferð þangað. Við landar hans ættum að hjálpa til við að auka velgengnina með því að gefa honum góða einkunn á TripAdvisor eða á öðrum slíkum síðum. Artic bakehouse.

Í Kutná Hora skoðuðum við beinakirkjuna frægu.
Palladium verslunarmiðstöðin
Á Four Seasons í Prag

PRAGTÉKKLANDMATARBORGIRMATARGÖNGURAFTERNOON TEA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla