Prag í Tékklandi
Ó! það er svo gaman að upplifa lönd og borgir í gegnum mat. Við systkinin dvöldum nokkra daga í Prag með mömmu, þeirri fallegu borg sem á sér merka sögu, og gerðum tékkneskum mat góð skil og nutum frá morgni til kvölds. Eins og í öllum stórum borgum er um óteljandi veitingahús að velja. Tékkar eru meðal annars frægir fyrir bjór en um 800 bjórbrugghús eru í landinu. Árlega koma milli 6 og 8 milljónir ferðamanna til Prag. Við Bergþór höfum nokkrum sinnum farið til Prag, meðal annars í matarferðir á árunum fyrir Covid.
— PRAG — TÉKKLAND — MATARBORGIR — MATARGÖNGUR — AFTERNOON TEA —
.
Brasileiro U Zelene zaby
Brasileiro U Zelene zaby, er brasilískt veitingahús í Prag. Þjónarnir komu með kjötið á teinum og skáru niður á diskana okkar. Mjög gott.
Matarganga í Prag
Á ferðalögum um heiminn er oftar en ekki farið í matargöngu með leiðsögn, eitthvað sem vel má mæla með. Jakub frá Secret Food Tours fór með hópinn í matargöngu í Prag. Smökkuðum meðal annars kjötsúpu, steiktan ost, smurt brauð, bjór, pikklaðan camembert, gúllas, piparkökur og dillsósu.
Artic bakehouse
Artic bakehouse ber af bakaríum í Prag. Davíð Arnórsson opnaði bakaríið fyrir nokkrum árum og það þarf nú varla að taka það fram að bestu brauðin og kaffimeðlætið eru þar. Allir Íslendingar sem fara til Prag ættu að gera sér ferð þangað. Við landar hans ættum að hjálpa til við að auka velgengnina með því að gefa honum góða einkunn á TripAdvisor eða á öðrum slíkum síðum. Artic bakehouse.
— PRAG — TÉKKLAND — MATARBORGIR — MATARGÖNGUR — AFTERNOON TEA —
.