Hægeldað hreindýrshjarta

Hægeldað hreindýrshjarta hreindýr hjarta villibráð ÍSLENSKT íslensk villibráð hreindýrshjarta innmatur hollur matur þurrkaðir ávextir góður hægeldaður reindeer heart deer recipe icelandic food traditional wild meat herramannsmatur
Hægeldað hreindýrshjarta

Hægeldað hreindýrshjarta

Hreindýrshjarta er ekki síðara kjöt en aðrir góðir vöðvar af hreindýrinu. Eftir að hafa fyllt hjartað, brúnaði ég það á pönnu og var með í ofninum í sex tíma, lengst af á lágum hita. Innmatur er hollur og góður, sannkallaður herramannsmatur.

HREINDÝRHJÖRTUVILLIBRÁÐKJÖTINNMATURHERRAMANNSMATURÍSLENSKTHÆGELDAÐÞURRKAÐIR ÁVEXTIR

.

Grænmeti, ávetir og krydd í fyllinguna

Hægeldað hreindýrshjarta

1 hreindýrshjarta
1 dl saxaður blaðlaukur eða rauðlaukur
1 grænt epli, söxað
1 b þurrkaðir ávextir
1 msk timian
1 msk villibráðakrydd
1 msk gróft söxuð einiber
1/3 tsk chili
salt og pipar
olía til steikingar
smá kjötkraftur.

Steikið lauk í olíunni. Bætið við ávöxtum og kryddum. Snyrtið hjartað, fyllið það og lokið t.d. með tannstönglum. Brúnið hjartað á vel heitri pönnu. Setjið í eldfast form ásamt restinni af fyllingunni.

Setjið í ofn á 45-50°C í 5 klst. Hækkið hitann í 200°C og eldið áfram í ca 15 mín.

Fyllt hreindýrshjarta lokað með tannstönglum.
Hjartað snöggsteikt á heitri pönnu
Hægeldað hreindýrshjarta

 

HREINDÝRHJÖRTUVILLIBRÁÐKJÖTINNMATURHERRAMANNSMATURÍSLENSKTHÆGELDAÐÞURRKAÐIR ÁVEXTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tíu mest skoðuðu veitingahúsa- og sælkerabúðafærslurnar 2016

Tíu mest skoðuðu veitingahúsa- og sælkerabúðafærslurnar 2016. Við höfum þetta ár farið á fjölmörg veitingahús og skrifað um þau. Svo er ekki síður gaman að fylgjast með öllum þeim sælkeraverslunum sem hafa sprotið upp. Hér er topp tíu listinn yfir mest skoðuðu færslurnar um veitingahús og sælkerabúðir árið 2016