Hægeldað hreindýrshjarta

0
Auglýsing
Hægeldað hreindýrshjarta hreindýr hjarta villibráð ÍSLENSKT íslensk villibráð hreindýrshjarta innmatur hollur matur þurrkaðir ávextir góður hægeldaður reindeer heart deer recipe icelandic food traditional wild meat herramannsmatur
Hægeldað hreindýrshjarta

Hægeldað hreindýrshjarta

Hreindýrshjarta er ekki síðara kjöt en aðrir góðir vöðvar af hreindýrinu. Eftir að hafa fyllt hjartað, brúnaði ég það á pönnu og var með í ofninum í sex tíma, lengst af á lágum hita. Innmatur er hollur og góður, sannkallaður herramannsmatur.

HREINDÝRHJÖRTUVILLIBRÁÐKJÖTINNMATURHERRAMANNSMATURÍSLENSKTHÆGELDAÐÞURRKAÐIR ÁVEXTIR

Auglýsing

.

Grænmeti, ávetir og krydd í fyllinguna

Hægeldað hreindýrshjarta

1 hreindýrshjarta
1 dl saxaður blaðlaukur eða rauðlaukur
1 grænt epli, söxað
1 b þurrkaðir ávextir
1 msk timian
1 msk villibráðakrydd
1 msk gróft söxuð einiber
1/3 tsk chili
salt og pipar
olía til steikingar
smá kjötkraftur.

Steikið lauk í olíunni. Bætið við ávöxtum og kryddum. Snyrtið hjartað, fyllið það og lokið t.d. með tannstönglum. Brúnið hjartað á vel heitri pönnu. Setjið í eldfast form ásamt restinni af fyllingunni.

Setjið í ofn á 45-50°C í 5 klst. Hækkið hitann í 200°C og eldið áfram í ca 15 mín.

Fyllt hreindýrshjarta lokað með tannstönglum.
Hjartað snöggsteikt á heitri pönnu
Hægeldað hreindýrshjarta

 

HREINDÝRHJÖRTUVILLIBRÁÐKJÖTINNMATURHERRAMANNSMATURÍSLENSKTHÆGELDAÐÞURRKAÐIR ÁVEXTIR

.

Fyrri færslaEgg í ýmsum útgáfum
Næsta færslaAnna Jóna – restaurant