Hægeldað hreindýrshjarta
Hreindýrshjarta er ekki síðara kjöt en aðrir góðir vöðvar af hreindýrinu. Eftir að hafa fyllt hjartað, brúnaði ég það á pönnu og var með í ofninum í sex tíma, lengst af á lágum hita. Innmatur er hollur og góður, sannkallaður herramannsmatur.
— HREINDÝR — HJÖRTU — VILLIBRÁÐ — KJÖT — INNMATUR — HERRAMANNSMATUR — ÍSLENSKT — HÆGELDAÐ — ÞURRKAÐIR ÁVEXTIR —
.
Hægeldað hreindýrshjarta
1 hreindýrshjarta
1 dl saxaður blaðlaukur eða rauðlaukur
1 grænt epli, söxað
1 b þurrkaðir ávextir
1 msk timian
1 msk villibráðakrydd
1 msk gróft söxuð einiber
1/3 tsk chili
salt og pipar
olía til steikingar
smá kjötkraftur.
Steikið lauk í olíunni. Bætið við ávöxtum og kryddum. Snyrtið hjartað, fyllið það og lokið t.d. með tannstönglum. Brúnið hjartað á vel heitri pönnu. Setjið í eldfast form ásamt restinni af fyllingunni.
Setjið í ofn á 45-50°C í 5 klst. Hækkið hitann í 200°C og eldið áfram í ca 15 mín.
— HREINDÝR — HJÖRTU — VILLIBRÁÐ — KJÖT — INNMATUR — HERRAMANNSMATUR — ÍSLENSKT — HÆGELDAÐ — ÞURRKAÐIR ÁVEXTIR —
.