Anna Jóna – restaurant

 

Anna Jóna - restaurant reykjavík gísli þór veitingahús best restaurants in reykjavik iceland
Anna Jóna – restaurant. Við Bergþór buðum Gísla Þór með okkur að borða á Önnu Jónu, hann er mikill mataráhugamaður og hafsjór af fróðleik um mat og ýmislegt sem honum tengist.

Anna Jóna – restaurant

Á veitingastaðnum Önnu Jónu í Tryggvagötu, sem opnaður var fyrr á árinu, er gengið inn í hlýlegt, fágað og mjúkt andrúmsloft. Hönnunin er hrein veisla fyrir augu með léttum pastellitum og þægilegri, einstaklega smart og úthugsaðri lýsingu. Um leið er staðurinn frjálslegur og hlýlegur, músíkin við hæfi, „maður getur bæði hlustað og talað saman“, sagði sérlegur aðstoðarmaður okkar, Gísli Þór, 11 ára, en hann á sér mjög sérstakt áhugamál, fjölbreytta matreiðslu og veitingastaði og gott að ráðgast við hann um bragðsinfóníur og framreiðslu.

VEITINGASTAÐIRÍSLAND

.

Hin írska Aoifie var ákaflega viðkunnanleg og færði okkur hvern ljúffenga réttinn á fætur öðrum, sem voru útbúnir af Tómasi kokki af kunnáttu og smekkvísi. Á matseðlinum voru spennandi kostir fyrir allra smekk, allt frá graskerssúpu yfir í steik. Hægt er að fá 5 sérvalda rétti á 9,900 kr., sem verður að teljast vel sloppið á svo glæsilegum stað.

Uppáhaldsréttirnir okkar voru „charcuterie” kjötálegg með heimasýrðum gúrkum, bragðmiklu mauki (sem Gísli aðstoðarmaður fræddi okkur á að væri „Nduja“) og ristuðu súrdeigsbrauði, skötuselur með smjörsósu, steik með salati og stökkum risa-frönskum. Eftirréttirnir voru hver öðrum betri, crème brûlée, ís, vegan sítrónuterta og heimagerðar makkarónur.

 

Við fengum okkur líka óáfenga kokteila sem voru frískandi, sumarlegir og fallegir: „Anna Jóna“, basil límonaði og íste.
Charcuterie
Kjúklingalifrarmús með bláberjasultu
Skötuselur með grænkáli og smjörsósu.
Stökkar kartöflukrókettur með reyktum osti.
Steikt andabringa með kantarellu svepp, rifsberjum og Madeirasósu.
Radicchio salat
Svo voru það eftirréttirnir, þeir voru hver öðrum betri. Crème brûlée, heimagerður ís, vegan sítrónuterta og þær bestu makkarónukökur sem við höfum smakkað. Það munaði hársbreidd að við óskuðum eftir ábót af þeim…
Anna Jóna – restaurant
Anna Jóna – restaurant, Tryggvagötu 11

VEITINGASTAÐIRÍSLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steypiboðstertan

Steypiboðstertan. Vinkonur Jóhönnu frænku minnar komu henni á óvænt með Baby Shower boði sem kallast Steypiboð á íslensku. Meðal góðra kaffiveitinga þar var þessi góða og fallega terta. Það þarf ekki alltaf að flækja málin, vel má bjarga sér á pakkatertum eins og frá Betty Crocker eins og gert er hér.Saltkaramellusmjörkrem, sem er alveg himneskt, á milli, á hliðarnar og ofan á. Ofan á það fór svo bleikt súkkulaði frá Allt í köku.

Appelsínu- og sítrónumarmelaði

Appelsínu- og sítrónumarmelaði. Fagurgult og bragðgott appelsínumarmelaði. Appelsínur eru missætar og sítrónur eru missúrar, það þarf því eiginlega að smakka þetta til og bæta við sykri efir þörfum.