Napoleonskökur
Sólrún Júlía Vilbergsdóttir kom Napóleonskökur á hátíðarfund hjá Félagi Austfirskra kvenna; Smjördeig, jarðarberjasulta og smjörkrem, já og svo góður kaffibolli með – hátíðlegt og gott.
— SMÖRDEIG — NAPÓLEON — FÉLAG AUSTFIRSKRA KVENNA —
.
Napoleonskökur
Smjördeig, innihald:
1 bolli hveiti (120 gr)
2 tsk sykur
¼ tsk salt
60 gr kalt smjör eða smjörlíki
1 msk olía
1,5 msk kalt vatn
Blandið saman þurrefnum og myljið smjör saman við. Setjið kalt vatnið og olíuna saman við deigið og hnoðið.
Kælið deigið í a.m.k. 30 mín. áður en það er flatt út. Gott er að fletja deigið út á milli tveggja arka af bökunarpappír.
Smjörkrem, aðferð:
Hrærið smjörið í hrærivélinni þangað til það er orðið mjúkt og létt. Bætið flórsykrinum saman við smátt og smátt og hrærið vel á milli. Bætið því næst vanilludropunum saman við og mjólkinni. Ef ykkur finnst kremið of þykkt bætið þið við mjólk og ef ykkur finnst það of þunnt bætið þá við flórsykri.
Mikilvægt er að hræra kremið mjög vel þegar skreyta skal kökur, þá losnum við við alla smjörkekkina og kremið fær fallega áferð. Því lengur sem þið hrærið því betra verður kremið. Kremið verður hvítara eftir því sem það er hrært lengur.
Svo er um að gera að lita það með öllum regnbogans litum.
Jarðarberjasulta sett á milli með smjörkreminu.
Samsetning.
Fletjið út smjördeigið. Skerið út renninga u.þ.b. 20 cm að lengd og 10 að breidd. Setjið á pappírsklædda bökunarplötu.
Pikkið vel alla renningana.
Helmingurinn af renningunum er bara pikkaður og bakaður svoleiðis. a Penslið hinn helminginn (lokið) með eggi og stráð sykri yfir.
Gætið þess að penslaðir og ópenslaðir helmingar séu jafn margir.
Bakið við 180°C.
Takið ópenslaða helminginn og smyrjið smjörkremi á hann.
Takið eggjapenslaða helminginn og smyrjið jarðaberjasultu á hann.
Leggið saman.
Skerið í hæfilega bita og setjið í box
Frystið í sólarhring áður en borðað er, kökurnar eru bestar nýkomnar úr frysti.
Ef þið treystið ykkur ekki til að búa til smjördeigið sjálf er hægt að kaupa frosið smjördeig, þíða, rúlla því út í renninga og baka – verður ekkert verra.
— SMÖRDEIG — NAPÓLEON — FÉLAG AUSTFIRSKRA KVENNA —
.