Chili con carne

Chili con carne mexíkó kjötréttur hakk chili með kjöti pottréttur
Chili con carne

Chili con carne

Við tengum Chili con carne við Mexíkó en eitthvað virðist uppruninn vera á reiki, einnig er sagt að hann sé frá suðurríkjum Bandaríkjanna og hafi þróast þar meðal mexíkóskra innflytjenda. Hvað um það Chili con carne (chili með kjöti) er vinsæll um allan heim. Kjötlausa útgáfan er ekki síður góð og kallast Chili sin carne (án kjöts)

 

MEXÍKÓCHILIKJÖT

.

Chili con carne

Auðvelt er að breyta chili con carne í chili sin carne með því að nota vegan hakk.

1 rauðlaukur
1 rauð paprika
4 hvítlauksgeirar
1 msk olía
500 g nautahakk
1 msk chili duft
1 tsk paprikuduft
1 tsk kúmmín
1 stór teningur grænmetiskraftur leystur upp í 2 dl sjóðandi vatni
400 g dós saxaðir tómatar
1 tsk ítalskt krydd
½ msk síróp (eða sykur)
2 msk tómatpúrra
Salt og pipar
410 g dós af rauðum nýrnabaunum

Meðlæti: hrísgrjón, sýrður rjómi, steinselja

Saxið rauðlauk, papriku og hvítlauk. Steikið rauðlaukinn við meðalhita á pönnu, bætið svo papriku og hvítlauk út í þar til paprikan meyrnar. Setjið í skál.

Steikið kjötið á pönnunni, myljið með spaða, svo að það verði ekki klumpar. Kryddið með chili, paprikudufti og kúmmíni.

Þegar kjötið er gegnsteikt, bætið þá við steikta grænmetinu, kraftinum, tómötunum, ítalska kryddinu, sírópi og tómatpúrru. Saltið og piprið. Sjóðið áfram í 20 mínútur.

Bætið baunum út í, smakkið til, meira af þessu og meira af hinu og sjóðið áfram í 10 mín.

Látið nú standa meðan hrísgrjónin eru soðin. Skreytið með sýrðum rjóma og steinselju.

Chili con carne

MEXÍKÓCHILIKJÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tímarit Franskra daga – Franskir dagar á Fáskrúðsfirði

Tímarit Franskra daga - Franskir dagar á Fáskrúðsfirði. Bæjarhátíðir á landsbyggðinni eru frábærar samkundur. Bæjarbúar leggjast á árar og taka til, mála og fegra áður en gestum, sem að stærstum hluta eru brottfluttir, er boðið í bæinn. Á Fáskrúðsfirði er ein elsta hátíðin: Franskir dagar. Mesta vinnan við bæjarhátíðir í minni bæjum er unnin í sjálfboðavinnu, fólk leggur á sig ómælda vinnu og hefur gaman af.

Sítrónusmjörið góða og lífrænn matarlitur

Sítrónusmjör

Sítrónusmjörið góða. Þegar sítrónusmjör er útbúið verður eiginlega að hafa matarlit, annars verður það muskulegt, grátt og frekar ógirnilegt. Á dögunum fann ég náttúrulegan matarlit sem er mun hollari en hinn – þá bretti ég upp ermar og skellti í sítrónusmjör ????