Chili con carne

Chili con carne mexíkó kjötréttur hakk chili með kjöti pottréttur
Chili con carne

Chili con carne

Við tengum Chili con carne við Mexíkó en eitthvað virðist uppruninn vera á reiki, einnig er sagt að hann sé frá suðurríkjum Bandaríkjanna og hafi þróast þar meðal mexíkóskra innflytjenda. Hvað um það Chili con carne (chili með kjöti) er vinsæll um allan heim. Kjötlausa útgáfan er ekki síður góð og kallast Chili sin carne (án kjöts)

 

MEXÍKÓCHILIKJÖT

.

Chili con carne

Auðvelt er að breyta chili con carne í chili sin carne með því að nota vegan hakk.

1 rauðlaukur
1 rauð paprika
4 hvítlauksgeirar
1 msk olía
500 g nautahakk
1 msk chili duft
1 tsk paprikuduft
1 tsk kúmmín
1 stór teningur grænmetiskraftur leystur upp í 2 dl sjóðandi vatni
400 g dós saxaðir tómatar
1 tsk ítalskt krydd
½ msk síróp (eða sykur)
2 msk tómatpúrra
Salt og pipar
410 g dós af rauðum nýrnabaunum

Meðlæti: hrísgrjón, sýrður rjómi, steinselja

Saxið rauðlauk, papriku og hvítlauk. Steikið rauðlaukinn við meðalhita á pönnu, bætið svo papriku og hvítlauk út í þar til paprikan meyrnar. Setjið í skál.

Steikið kjötið á pönnunni, myljið með spaða, svo að það verði ekki klumpar. Kryddið með chili, paprikudufti og kúmmíni.

Þegar kjötið er gegnsteikt, bætið þá við steikta grænmetinu, kraftinum, tómötunum, ítalska kryddinu, sírópi og tómatpúrru. Saltið og piprið. Sjóðið áfram í 20 mínútur.

Bætið baunum út í, smakkið til, meira af þessu og meira af hinu og sjóðið áfram í 10 mín.

Látið nú standa meðan hrísgrjónin eru soðin. Skreytið með sýrðum rjóma og steinselju.

Chili con carne

MEXÍKÓCHILIKJÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.