Sítrónukaka með vanillurjóma og bláberja-compote

Sítrónukaka með vanillurjóma og bláberja-compote sítrónuterta bláber vanilla kvennakór ísafjarðar Nigella lawson hjördís þráinsdóttir jurtarjómi kókosmjólk Bláberja-compote bláber
Sítrónukaka með vanillurjóma og bláberja-compote

Sítrónukaka með vanillurjóma og bláberja-compote

Hjördís Þráinsdóttir kom með sítrónuköku á hlaðborð Kvennakórs Ísafjarðar og studdist við uppskrift frá Nigellu Lawson. Kakan er óskaplega mjúk og safarík með fullkomnu jafnvægi af sætu og súru. Hún geymist vel og má gjarnan gera hana daginn áður en á að bera hana fram, jafnvel 2 dögum fyrr, og geyma hana í kæli. Ef notaður er jurtarjómi ofan á hana verður hún alveg vegan.

SÍTRÓNUTERTURKVENNAKÓR ÍSAFJARÐARÍSAFJÖRÐURNIGELLA

.

Sítrónukaka með vanillurjóma og bláberja-compote

230 gr hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
Örlítil klípa af salti
150 ml. matarolía
150 gr sykur
280 gr. kókosmjólk
Rifinn börkur af 2 sítrónum
50 ml. ferskur sítrónusafi
1 tsk vanilludropar

Blandið saman í skál olíu, sykri, kókosmjólk, sítrónusafa, sítrónuberki og vanillu – athugið, notið „full fat“ kókosmjólk og notið feitasta partinn, eða „rjómann“ sem sest ofan á í dósinni og svo kókosvatnið úr botninum til að fylla upp í 280 gr. Setjið þurrefnin saman við og hrærið vel. Bakið í vel smurðu 20 cm. Spring formi, við 180°C í 30-25 mínútur, eða þar til kakan er gullin á toppnum og bökuð í gegn. Látið hana svo kólna alveg.

Bláberja-compote:

150 gr. frosin bláber
1 msk sykur
1 msk sítrónusafi
50 ml vatn
1 ½ tsk maíssterkja

Setjið bláber, sykur, vatn og sítrónusafa í pott, látið suðuna koma upp og látið malla við vægan hita í nokkrar mínútur, þar til bláberin hafa mýkst. Blandið maíssterkju saman við 2 tsk af vatni og hellið út í pottinn, hrærið stöðugt í á meðan, þar til blandan hefur þykknað. Látið kólna.

Vanillurjómi:

250 ml. rjómi
1 kúfuð msk. flórsykur
1 tsk. vanilludropar

Þeytið rjómann með flórsykri og vanilludropum. Smyrjið honum ofan á kökuna, skreytið með rifnum sítrónuberki og ferskum bláberjum og berið fram með bláberja compote.

SÍTRÓNUTERTURKVENNAKÓR ÍSAFJARÐARÍSAFJÖRÐURNIGELLA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.