Baccalá að hætti Ítala “Alla Livornese”

Baccalá að hætti Ítala “Alla Livornese” saltfiskur tómatar kapers ólífur ítalía ítalskur saltfiskréttur íslandsstofa miðjarðarhafið miðjarðarhafsmatur
Baccalá að hætti Ítala “Alla Livornese”. Saltfiskinn í réttinn fékk ég í Krónunni og sá þar mér til ánægju að til eru tilbúnir saltfiskréttir frá Grími kokki. Borðum meiri saltfisk.

  Baccalá að hætti Ítala “Alla Livornese”

Það sem saltfiskur er mikið lostæti. Matís og íslenskir saltfiskframleiðendur hafa snúið bökum saman til að auka saltfiskneyslu okkar. Við Miðjarðarhafið, og víðar, er íslenskur saltfiskur í hávegum hafður og víða hátíðamatur. Góður saltfiskur er herramannsmatur. Með því að SMELLA HÉR má sjá fleiri saltfiskuppskriftir.

ÍTALÍASALTFISKUR

.

Baccalá að hætti Ítala “Alla Livornese”

 

Baccalá að hætti Ítala “Alla Livornese”

800 gr útvatnaður saltfiskur
Hveiti til velta fiskinum upp úr
Ólífuolía til að steikingar

2 msk ólífuolía
2 hvítlauksrif
1 lítið chili, fræhreinsað
400 gr saxaðir tómatar úr dós
200 gr svartar olífur
1 msk kapers
2 stk lárviðarlauf
(salt og) pipar

Skerðið saltfiskinn í hæfilega bita og þerrið vel á pappír.
Veltið fiskinum upp úr hveiti og steikið á heitri pönnu í mikilli olíu á báðum hliðum þar til fiskurinn er orðin fallega brúnn.
Á meðan saxið hvítlauk chili og setjið til hliðar.
Setjið víðan pott yfir miðlungs hita og hellið ólífuolíu í botninn svo hún hylji.
Setjið saxaða hvítlaukinn og chili út í og hrærið í öðru hvoru. Þegar laukurinn er lítillega farinn að fá á sig brúna tóna bætið þá tómötum, olífum, kapers og lárviðarlaufi saman við og látið krauma í u.þ.b. 10 mín.
Raðið saltfiskinum í pottinn og ausið sósunni yfir, setjið lok á pottinn og látið standa í 10-15 mínútur á mjög lágum hita eða þar til saltfiskurinn er eldaður í gegn.
Réttinn má bera fram ýmist heitan eða kaldann.

Baccalá að hætti Ítala “Alla Livornese”

ÍTALÍASALTFISKUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.