Blómkálsmús

Blómkálsmús blómkál grænmeti c vítamín k vítamín fólasin andoxunarefni trefjar
Blómkálsmús – blómkál er einstaklega hollt, bragðgott og næringarríkt grænmeti

Blómkálsmús

Það sem blómkál er einstaklega hollt, bragðgott og næringarríkt grænmeti. Það er ríkt af C-vítamíni, K-vítamíni og fólasíni, auk þess að innihalda andoxunarefni og trefjar. Svo eru frekar fáar hitaeiningar í blómkáli, fyrir ykkur sem teljið þær 🙂

Í um 100 grömmum af blómkáli eru um það bil 1,9 grömm af próteini. Þó blómkál sé ekki mjög próteinríkt miðað við til dæmis kjöt, fisk eða baunir, er það góður hluti af próteinríku og hollu mataræði, sérstaklega fyrir þá sem fylgja plöntumiðuðu mataræði.

BLÓMKÁLGRÆNMETIKARTÖFLUMÚSMEÐLÆTIMÚS

.

Blómkál er hollt og gott

Blómkálsmús

  • 1 frekar stór blómkálshaus (um 700-800 g)
  • 2 msk smjör (eða ólífuolía)
  • 2-3 msk rjómi eða rjómaostur
  • Salt og pipar
  • 1-2 hvítlauksrif, söxuð
  • 1 msk rifinn parmesanostur
  • 1/3 tsk múskat
  1. Fjarlægið stilka og lauf af blómkálinu og skerið í bita.
  2. Setjið blómkálsbitana í pott með vatni og smá salti. Látið suðuna koma upp, lækkið og látið sjóða í um 10-15 mínútur, eða þar til blómkálið er orðið mjúkt. Það ætti að vera auðvelt að stinga í það með gaffli.
  3. Sigtið vatnið frá blómkálinu og látið það standa í sigtinu í nokkrar mínútur til að fjarlægja eins mikið af vatni og mögulegt er.
  4. Setjið blómkálið smjör, rjóma hvítlauk, múskat, parmesen, salt og pipar í matvinnsluvél eða notið töfrasprota og maukið þar til það er mjúkt. Smakkið til.
  5. Berið blómkálsmúsina fram heita, til dæmis með kjöti, fiski eða grænmeti.

Góð ráð:

  • Til að fá mýkri áferð, má setja meira af rjóma eða rjómaosti.
  • Til að fá meira bragð, má bæta við graslauk, rósmarín eða sítrónuberki.

BLÓMKÁLGRÆNMETIKARTÖFLUMÚSMEÐLÆTIMÚS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla