Ananas í ofni

Ananas í ofni anna sigga helgadóttir söngkona anna sigríður helgadóttir ítalía ananassneiðar eftirréttur kaffimeðlæti möndluflögur
Ananas í ofni. Anna Sigga með eftirréttinn góða og heimilishundurinn Lukka fylgist spennt með.

Ananas í ofni

Anna Sigga Helgadóttir söngkona á eina vinsælustu uppskrift á þessari síðu, ÞESSA HÉR. Hún segist eiga erfitt með að fylgja uppskriftum og vilji gera uppskriftir að sínum. Þessi ananaseftirréttur minnir Önnu Siggu á námsárin hennar á Ítalíu þó uppskriftin sé ekki ítölsk.

ANANASANNA SIGGAEFTIRRÉTTIRKAFFIMEÐLÆTI

.

 

Ananas í ofni

Ananas í ofni

1 ds ananas í sneiðum

100 gr smjör
2 msk. hveiti
2 msk. rjómi
1 dl. sykur
1 poki möndluflögur

Smjör, hveiti, rjómi og sykur er hitað saman í potti. Þá er þetta sett ofan á ananashringi sem búið er að setja í eldfast mót eða á bökunarplötu (með smjörpappír) og möndluflögunum dreift yfir. Að lokum er þetta sett inn í ofn á ca 175°C og bakað í 20 mínútur.

Eftirrétturinn á leið í ofninn
Ananas í ofni

ANANASANNA SIGGAEFTIRRÉTTIRKAFFIMEÐLÆTI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ananassalsa – litfagurt og hollt salat

 

Ananassalsa - litfagurt og hollt salat. Það tekur ekki nema fimmtán mínútur að útbúa þetta holla salat. Sætt ananasbragðið passar vel með kóríander og chili. Salatið hentar með kjúklingaréttum, fiski eða sér með stökkum flögum.