Kaffi Gola
Magnea Tómasdóttir, stórsöngkona, hefur ásamt systrum sínum Margréti, Önnu Guðrúnu og Þóru sett á laggirnar kaffihús við Hvalsneskirkju, en þar þjónaði Hallgrímur Pétursson fyrst. Í kirkjunni er raunar dýrgripur, legsteinn Steinunnar dóttur hans, sem Hallgrímur hjó og setti á leiði hennar. Við brugðum okkur í sunnudagsbíltúr og nutum ljúffengra veitinga sem kölluðu fram nostalgíu, enda eru uppskriftirnar frá Guðlaugu móður þeirra systra, húsmæðraskólagenginni, súpur, smurt brauð, gamaldags rjómaterta, púðursykursmarengs, kransakökubitar og bananabrauð. Það er vel þess vert að bregða sér í bíltúr á þetta fallega kaffihús sem er hið glæsilegasta, byggt á grunni hlöðu og fjóss.
— KAFFI- OG VEITINGAHÚS — MAGNEA TÓMASDÓTTIR —
.
— KAFFI- OG VEITINGAHÚS — MAGNEA TÓMASDÓTTIR —
.