Kaffi Gola hjá Hvalsneskirkju

Kaffi Gola hvalsnes hvalsneskirkja kaffihús á suðurnesjum magnea tómasdóttir nýtt kaffihús rjómaterta fiskisúpa tertur
Magnea Tómasdóttir með tertu dagsins sem var ljúffeng gamaldags rjómaterta þegar okkur bar að garði

Kaffi Gola

Magnea Tómasdóttir, stórsöngkona, hefur ásamt systrum sínum Margréti, Önnu Guðrúnu og Þóru sett á laggirnar kaffihús við Hvalsneskirkju, en þar þjónaði Hallgrímur Pétursson fyrst. Í kirkjunni er raunar dýrgripur, legsteinn Steinunnar dóttur hans, sem Hallgrímur hjó og setti á leiði hennar. Við brugðum okkur í sunnudagsbíltúr og nutum ljúffengra veitinga sem kölluðu fram nostalgíu, enda eru uppskriftirnar frá Guðlaugu móður þeirra systra, húsmæðraskólagenginni, súpur, smurt brauð, gamaldags rjómaterta, púðursykursmarengs, kransakökubitar og bananabrauð. Það er vel þess vert að bregða sér í bíltúr á þetta fallega kaffihús sem er hið glæsilegasta, byggt á grunni hlöðu og fjóss.

KAFFI- OG VEITINGAHÚSMAGNEA TÓMASDÓTTIR

.

Albert, Signý og Bergþór á Kaffi Golu
Fiskisúpa
Grænmetissúpa
Heimabakað brauð með reyktum laxi og eggjum
Á hverjum sunnudegi eru Sörur á boðstólnum
Magnea og Albert
Kaffi Gola
Kaffi Gola er steinsnar frá Hvalsneskirkju
Það er kjörið að fá sér bíltúr suður með sjó. Það er fínasta kaffi og kaffimeðlæti, súpur og fleira á Kaffi Golu hjá Hvalneskirkju.

KAFFI- OG VEITINGAHÚSMAGNEA TÓMASDÓTTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kartöflusalat með kapers

Kartöflusalat

Kartöflusalat með kapers. Ef ég man rétt þá kemur frumútgáfan frá Jamie Oliver. Þrusugott salat sem hentar með flestum mat. Sjálfur er ég afar hrifinn af kapers svo ég setti heldur meira af því og eins og eina tsk af kaperssafa með.

Blóðnasir hættu eftir að mataræði var tekið í gegn

Blóðnasir

BLÓÐNASIR. Allar götur síðan ég man eftir mér hef ég fengið blóðnasir að minnsta tilefni. Mjög oft hefur verið brennt fyrir en ekkert breyttist við það. U.þ.b. þremur vikum eftir að við gerðumst grænmetisætur hætti ég að fá blóðnasir og hef ekki fengið síðan.

Fyrri færsla
Næsta færsla