Kaffi Gola hjá Hvalsneskirkju

Kaffi Gola hvalsnes hvalsneskirkja kaffihús á suðurnesjum magnea tómasdóttir nýtt kaffihús rjómaterta fiskisúpa tertur
Magnea Tómasdóttir með tertu dagsins sem var ljúffeng gamaldags rjómaterta þegar okkur bar að garði

Kaffi Gola

Magnea Tómasdóttir, stórsöngkona, hefur ásamt systrum sínum Margréti, Önnu Guðrúnu og Þóru sett á laggirnar kaffihús við Hvalsneskirkju, en þar þjónaði Hallgrímur Pétursson fyrst. Í kirkjunni er raunar dýrgripur, legsteinn Steinunnar dóttur hans, sem Hallgrímur hjó og setti á leiði hennar. Við brugðum okkur í sunnudagsbíltúr og nutum ljúffengra veitinga sem kölluðu fram nostalgíu, enda eru uppskriftirnar frá Guðlaugu móður þeirra systra, húsmæðraskólagenginni, súpur, smurt brauð, gamaldags rjómaterta, púðursykursmarengs, kransakökubitar og bananabrauð. Það er vel þess vert að bregða sér í bíltúr á þetta fallega kaffihús sem er hið glæsilegasta, byggt á grunni hlöðu og fjóss.

KAFFI- OG VEITINGAHÚSMAGNEA TÓMASDÓTTIR

.

Albert, Signý og Bergþór á Kaffi Golu
Fiskisúpa
Grænmetissúpa
Heimabakað brauð með reyktum laxi og eggjum
Á hverjum sunnudegi eru Sörur á boðstólnum
Magnea og Albert
Kaffi Gola
Kaffi Gola er steinsnar frá Hvalsneskirkju
Það er kjörið að fá sér bíltúr suður með sjó. Það er fínasta kaffi og kaffimeðlæti, súpur og fleira á Kaffi Golu hjá Hvalneskirkju.

KAFFI- OG VEITINGAHÚSMAGNEA TÓMASDÓTTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrónusmjörið góða og lífrænn matarlitur

Sítrónusmjör

Sítrónusmjörið góða. Þegar sítrónusmjör er útbúið verður eiginlega að hafa matarlit, annars verður það muskulegt, grátt og frekar ógirnilegt. Á dögunum fann ég náttúrulegan matarlit sem er mun hollari en hinn – þá bretti ég upp ermar og skellti í sítrónusmjör ????

Rjómakaramella

Rjómakaramella - myndband. Eitt það skemmtilegast sem ég gerði í eldhúsinu þegar ég var lítill var að útbúa karamellur. Það telst nú kannski ekki æskilegt í nútímanum að leyfa börnum að stússast við slíkt enda er brendur sykur mjög hættulegur.

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur Fleur de sel – súkkulaðibitakökur

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur. Gleðigjafinn hugprúði Konráð Jónsson sigraði í árlegri smákökusamkeppni starfsfólks Opus lögmanna. Fjölmargar smákökur bárust, eins og stundum er getur verið erfitt að velja sigurvegara (vinningssmákökuna).  Nú eins og undanfarin ár fengum við Bergþór með okkur gestadómara sem var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. “Þessi  uppskrift er í grunninn af vefsíðunni Gulur, rauður, grænn og salt, en ég notaði sérstakt sjávarsalt, sem heitir Fleur de sel”

Fyrri færsla
Næsta færsla