Kaffi Gola hjá Hvalsneskirkju

Kaffi Gola hvalsnes hvalsneskirkja kaffihús á suðurnesjum magnea tómasdóttir nýtt kaffihús rjómaterta fiskisúpa tertur
Magnea Tómasdóttir með tertu dagsins sem var ljúffeng gamaldags rjómaterta þegar okkur bar að garði

Kaffi Gola

Magnea Tómasdóttir, stórsöngkona, hefur ásamt systrum sínum Margréti, Önnu Guðrúnu og Þóru sett á laggirnar kaffihús við Hvalsneskirkju, en þar þjónaði Hallgrímur Pétursson fyrst. Í kirkjunni er raunar dýrgripur, legsteinn Steinunnar dóttur hans, sem Hallgrímur hjó og setti á leiði hennar. Við brugðum okkur í sunnudagsbíltúr og nutum ljúffengra veitinga sem kölluðu fram nostalgíu, enda eru uppskriftirnar frá Guðlaugu móður þeirra systra, húsmæðraskólagenginni, súpur, smurt brauð, gamaldags rjómaterta, púðursykursmarengs, kransakökubitar og bananabrauð. Það er vel þess vert að bregða sér í bíltúr á þetta fallega kaffihús sem er hið glæsilegasta, byggt á grunni hlöðu og fjóss.

KAFFI- OG VEITINGAHÚSMAGNEA TÓMASDÓTTIR

.

Albert, Signý og Bergþór á Kaffi Golu
Fiskisúpa
Grænmetissúpa
Heimabakað brauð með reyktum laxi og eggjum
Á hverjum sunnudegi eru Sörur á boðstólnum
Magnea og Albert
Kaffi Gola
Kaffi Gola er steinsnar frá Hvalsneskirkju
Það er kjörið að fá sér bíltúr suður með sjó. Það er fínasta kaffi og kaffimeðlæti, súpur og fleira á Kaffi Golu hjá Hvalneskirkju.

KAFFI- OG VEITINGAHÚSMAGNEA TÓMASDÓTTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla