Auglýsing
Rauð jólaepli jólailmur jólalykt ilmur af jólum epli kanill  eplalykt jólin
Rauð jólaepli

Jólailmur og húsið angar

Við sem erum komin á miðjan aldur mundum eftir fagurrauðu glansandi ilmsterkum jólaeplum. Í minningunni jafnast fátt á við þessa dásemd enda var þetta hinn eini sanni jólailmur… Það er sáraeinfalt að útbúa „jólailm” og láta húsið anga – þó hann jafnist auðvitað ekkert á við jólaeplailminn.

🍎

JÓLINKRYDDMANDARÍNUREPLIPANNETONE

🍎

Ráðið einfalda er að taka uppáhalds kryddin, kryddin sem við tengjum helst við jólin, setja í pott ásamt vatni (ekki hafa lokið á), láta suðuna koma upp og slökkva svo undir. Næstu daga er svo upplagt að bæta örlitlu vatni við og láta suðuna koma aftur upp. Ekki er ráðlagt að hafa of margar tegundir í pottinum, betra er að velja nokkur uppáhalds. Kryddin geta verið: Negull, negulnaglar, múskat, allrahanda, einiber, kanill, vanilla, engifer, kardimommur, anis, einiber.  Auk kryddsins má nota appelsínu- eða mandarínubörk, epli í bátum, greni og eini.

Jólailmurinn er í huga flestra tengdur mat og einhverri ólýsanlegri vellíðan, ró og nánast sæluvímu.  „Jólailmurinn” er misjafn eftir löndum. Álitsgjafar í nokkrum löndum voru beðnir að nefna dæmi:

Þýskaland: Kanill og smákökur.
Brasilía: Það er uppskerutíminn, ávextir bera með sér jólalykt.
Sri Lanka: Kem ekki fyrir mig neinni sérstakri matarlykt eða kryddi, en flugeldalykt er mín hátíðalykt.
Perú: Súkkulaði
Spánn: Ilmurinn af heitum steiktum kastaníum.
Slóvakía: Ilmurinn af barrnálum.
Ítalía: Ilmurinn af nýbökuðu Panettone.

🍎

JÓLINKRYDDMANDARÍNUREPLI

JÓLAILMUR OG HÚSIÐ ANGAR

🍎

Auglýsing