Rúgmjölspartar

Rúgmjölspartar rúgmjöl partar kaffimeðlæti steiktir partar trefjar trefjaríkt
Rúgmjölspartar

Rúgmjölspartar

Eitt af fjölmörgu uppáhalds úr æsku eru rúgmjölspartar, bestir nýsteiktir með smjöri sem bráðnaði á þeim.

Rúgmjöl er malað úr rúgi, sem er harðger korntegund sem vex vel í köldu loftslagi, eins og á Norðurlöndum. Rúgmjöl trefjaríkt, sem gerir það gott fyrir meltinguna.

RÚGMJÖLKAFFIMEÐÆTIRÚGMJÖL

.

Rúgmjölspartar

500 g hveiti
150 g rúgmjöl
50 g haframjöl
50 g sykur
2 1/2 dl mjólk
2 dl súrmjólk
2 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1/2 tsk hjartasalt
1 tsk salt
1 egg

Öllu blandað saman, flatt út í ca cm þykkt deig. Skorið í tígla og steikt í feiti eða olíu.

.

Rúgmjölspartar steiktir. Myndir Halldóra Eiríksdóttir
Rúgmjölspartar

RÚGMJÖLKAFFIMEÐÆTIRÚGMJÖL

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Konfektterta

Konfektterta. Á meðan ég ritstýrði blaði Franskra daga fékk ég oft saumaklúbba til að vera með uppskriftir í blaðinu. Einu sinni voru þar Fáskrúðsfjarðarkonur í Félagi austfirskra kvenna. Sigurbjörg frænka mín Bjarnadóttir bakaði Konfekttertu og kom með. Alveg stórfín terta sem ber nafn með rentu.

Þunglyndismeðferð sem byggist á mataræði

Þunglyndismeðferð sem byggist á mataræði. Glútein, mjólkurvörur, koffín og sykur er meðal þeirra efna sem fólk, sem glímir við þunglyndi, ætti að forðast til að bæta líðan sína. Þrír þunglyndissjúklingar sýndu verulegar framfarir eftir sex mánaða meðferð þar sem þeir voru fræddir um mikilvægi mataræðis fyrir geðheilsu og farið var í reglulegar gönguferðir.