Vatnsdeigsbollur með silungasalati
Það er auðvelt að fá matarást á Björk Jónsdóttur söngkonu. Hún galdrar fram veislur að því er virðist fyrirhafnarlaust. Hún hefur alla þræði í hendi sér þó að boðið sé upp á margvíslega rétti, en sjálfsagt ræðst þetta fyrirhafnarleysi að einhverju leyti af skipulagsgáfu. En ekki nóg með það, allt sem hún býr til er svo bragðgott og smekklega fram borið! Sumt fólk hefur þetta bara í sér og Björk er ein af þeim.
— BJÖRK JÓNSD — VATNSDEIGSBOLLUR — SALÖT — FISKISALÖT — SILUNGUR —
.
Vatnsdeigsbollur með silungasalati
12 stk
2 dl vatn
50 g smjör
100 g hveiti
3 eða 4 meðalstór egg
Hitið ofninn í 200°C Bræðið smjörið með vatninu í potti og látið sjóða vel í blöndunni. Bætið hveitinu út í og sláið vel saman með sleif þar til deigið er samfellt. Látið deigið kólna smástund. Bætið eggjum út í einu í einu, sláið vel saman á milli svo þið fáið samfellt deig. Deigið á að vera svolítið stíft, ekki lin súpa. Ef eggin eru stór eru þrjú nóg. Mótið 12 bollur með tveim skeiðum og setjið á smjörpappírsklædda bökunarplötu, það má líka setja deigið í sprautupoka og móta þannig jafnari bollur. Bakið bollurnar í 20–25 mín. Ekki opna ofninn fyrstu 15 mínúturnar. Það er ágætt að prófa að taka eina út fyrst til að athuga hvort þær eru bakaðar. Einnig er hægt að hafa bollurnar aðeins minni og fleiri en þá þarf aðeins að minnka baksturstímann.
Silungasalat:
300 g taðreiktur silungur
150 g smurostur , t.d. Philadelphia
2 – 3 msk sýrður rjómi
2 msk sítrónusafi
svartur nýmalaður pipar
3 msk graslaukur
2 msk dill
¼ tsk tabaskósósa
Skerið silunginn í sneiðar og setjið í matvinnsluvél ásamt öllu hráefninu og grófmaukið og kælið. Skerið vatnsdeigsbollurnar til helminga og setjið salatið inn í hverja bollu.
— BJÖRK JÓNSD — VATNSDEIGSBOLLUR — SALÖT — FISKISALÖT — SILUNGUR —
.