Vatnsdeigsbollur með silungasalati

silungasalati vatnsdeigsbollur salat fiskisalat silungur silungasalat björk jónsdóttir Gestgjafahjónin Björk og Kjartan eru lengst til vinstri. Aðrir gestir: Arndís Jónsdóttir, Arnaldur Valgarðsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurgeir Steingrímsson, Sigrún Erla Sigurðardóttir, Egill Jóhannsson, Sturla Þór Jónsson og Signý Sæmundsdóttir.
Vatnsdeigsbollur með silungasalati

Vatnsdeigsbollur með silungasalati

Það er auðvelt að fá matarást á Björk Jónsdóttur söngkonu. Hún galdrar fram veislur að því er virðist fyrirhafnarlaust. Hún hefur alla þræði í hendi sér þó að boðið sé upp á margvíslega rétti, en sjálfsagt ræðst þetta fyrirhafnarleysi að einhverju leyti af skipulagsgáfu. En ekki nóg með það, allt sem hún býr til er svo bragðgott og smekklega fram borið! Sumt fólk hefur þetta bara í sér og Björk er ein af þeim. 

BJÖRK JÓNSDVATNSDEIGSBOLLURSALÖTFISKISALÖTSILUNGUR

.

Veisluborð Bjarkar. Vatnsdeigsbollurnar eru lengst til vinstri
Gestgjafahjónin Björk og Kjartan eru lengst til vinstri. Aðrir gestir: Arndís Jónsdóttir, Arnaldur Valgarðsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurgeir Steingrímsson, Sigrún Erla Sigurðardóttir, Egill Jóhannsson, Sturla Þór Jónsson og Signý Sæmundsdóttir.

Vatnsdeigsbollur með silungasalati

12 stk
2 dl vatn
50 g smjör
100 g hveiti
3 eða 4 meðalstór egg
Hitið ofninn í 200°C Bræðið smjörið með vatninu í potti og látið sjóða vel í blöndunni. Bætið hveitinu út í og sláið vel saman með sleif þar til deigið er samfellt. Látið deigið kólna smástund. Bætið eggjum út í einu í einu, sláið vel saman á milli svo þið fáið samfellt deig. Deigið á að vera svolítið stíft, ekki lin súpa. Ef eggin eru stór eru þrjú nóg. Mótið 12 bollur með tveim skeiðum og setjið á smjörpappírsklædda bökunarplötu, það má líka setja deigið í sprautupoka og móta þannig jafnari bollur. Bakið bollurnar í 20–25 mín. Ekki opna ofninn fyrstu 15 mínúturnar. Það er ágætt að prófa að taka eina út fyrst til að athuga hvort þær eru bakaðar. Einnig er hægt að hafa bollurnar aðeins minni og fleiri en þá þarf aðeins að minnka baksturstímann.

Silungasalat:
300 g taðreiktur silungur
150 g smurostur , t.d. Philadelphia
2 – 3 msk sýrður rjómi
2 msk sítrónusafi
svartur nýmalaður pipar
3 msk graslaukur
2 msk dill
¼ tsk tabaskósósa
Skerið silunginn í sneiðar og setjið í matvinnsluvél ásamt öllu hráefninu og grófmaukið og kælið. Skerið vatnsdeigsbollurnar til helminga og setjið salatið inn í hverja bollu.

BJÖRK JÓNSDVATNSDEIGSBOLLURSALÖTFISKISALÖTSILUNGUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.