Marengsrúlluterta með hindberjarjóma

Marengsrúlluterta með hindberjarjóma hindber marengs rúlluterta björk jónsdóttir húsfreyjan bökka jóns rúlluterta
Marengsrúlluterta með hindberjarjóma – verulega hátíðleg

Marengsrúlluterta með hindberjarjóma

Verulega hátíðleg marengsrúlluterta sem Björk Jónsdóttir útbjó og bauð að nokkrum góðum gestum í kaffi. Gestirnir gerðu kaffimeðlætinu góð skil.

MARENGSHINDBERBJÖRK JÓNSDRÚLLUTERTUR

.

Marengsrúlluterta með hindberjarjóma

Marengsrúlluterta með hindberjarjóma

5 stórar eggjahvítur
275 g sykur
50 g möndluflögur

Fyllingin:
450 ml rjómi þeyttur
1 ½ bolli hindber

Hitið ofninn í 200°C
Stífþeytið eggjahvítur og bætið sykri smátt og smátt saman við og þeytið þar til allt er vel stíft og glansandi.
Setjið bökunarpappír (ca 38 cm x 25 cm) á ofnplötu og dreifið eggjahvítublöndunni jafnt yfir.
Dreifið möndluflögunum yfir deigið.
Bakið í 12 mín þar til þar til gulbrúnt. Lækkið hitann í 140 – 160°C og bakið áfram í 20 mín þangað til kakan er snertifrí.
Takið marengsinn út og setjið hann á bökunarpappír eða hreint viskustykki með möndluhliðina niður. Fjarlægið bökunarpappírinn af kökunni sem lá á ofnplötunni og leyfið marengsinum að kólna í ca 10 mín

Þeytið rjómann með smá flórsykri og vanilludropum. Dreifið honum jafnt yfir marengsinn og hindberjunum yfir rjómann.

Rúllið upp marengsinum þétt og byrjið frá lengri hliðinni, setjið á disk með kantana niður.
Stráið smá flórsykri yfir, skreytið með rjómatoppum og hindberjum eða smá bræddu súkkulaði.

Hjónin Björk Jónsdóttur og Kjartan Oddur Jóhannsson eru lengst til vinstri. Aðrir gestir í boðinu: Arndís Jónsdóttir, Arnaldur Valgarðsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurgeir Steingrímsson, Sigrún Erla Sigurðardóttir, Egill Jóhannsson, Sturla Þór Jónsson og Signý Sæmundsdóttir.
Fremst á myndinni er hindberjarúllutertan, svo má sjá melónusalat, vatnsdeigsbollur með silungasalati og sítrónubitakökur. 

MARENGSHINDBERBJÖRK JÓNSDRÚLLUTERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.