Marengsrúlluterta með hindberjarjóma
Verulega hátíðleg marengsrúlluterta sem Björk Jónsdóttir útbjó og bauð að nokkrum góðum gestum í kaffi. Gestirnir gerðu kaffimeðlætinu góð skil.
— MARENGS — HINDBER — BJÖRK JÓNSD — RÚLLUTERTUR —
.
Marengsrúlluterta með hindberjarjóma
5 stórar eggjahvítur
275 g sykur
50 g möndluflögur
Fyllingin:
450 ml rjómi þeyttur
1 ½ bolli hindber
Hitið ofninn í 200°C
Stífþeytið eggjahvítur og bætið sykri smátt og smátt saman við og þeytið þar til allt er vel stíft og glansandi.
Setjið bökunarpappír (ca 38 cm x 25 cm) á ofnplötu og dreifið eggjahvítublöndunni jafnt yfir.
Dreifið möndluflögunum yfir deigið.
Bakið í 12 mín þar til þar til gulbrúnt. Lækkið hitann í 140 – 160°C og bakið áfram í 20 mín þangað til kakan er snertifrí.
Takið marengsinn út og setjið hann á bökunarpappír eða hreint viskustykki með möndluhliðina niður. Fjarlægið bökunarpappírinn af kökunni sem lá á ofnplötunni og leyfið marengsinum að kólna í ca 10 mín
Þeytið rjómann með smá flórsykri og vanilludropum. Dreifið honum jafnt yfir marengsinn og hindberjunum yfir rjómann.
Rúllið upp marengsinum þétt og byrjið frá lengri hliðinni, setjið á disk með kantana niður.
Stráið smá flórsykri yfir, skreytið með rjómatoppum og hindberjum eða smá bræddu súkkulaði.
— MARENGS — HINDBER — BJÖRK JÓNSD — RÚLLUTERTUR —
.