Marengsrúlluterta með hindberjarjóma

Marengsrúlluterta með hindberjarjóma hindber marengs rúlluterta björk jónsdóttir húsfreyjan bökka jóns rúlluterta
Marengsrúlluterta með hindberjarjóma – verulega hátíðleg

Marengsrúlluterta með hindberjarjóma

Verulega hátíðleg marengsrúlluterta sem Björk Jónsdóttir útbjó og bauð að nokkrum góðum gestum í kaffi. Gestirnir gerðu kaffimeðlætinu góð skil.

MARENGSHINDBERBJÖRK JÓNSDRÚLLUTERTUR

.

Marengsrúlluterta með hindberjarjóma

Marengsrúlluterta með hindberjarjóma

5 stórar eggjahvítur
275 g sykur
50 g möndluflögur

Fyllingin:
450 ml rjómi þeyttur
1 ½ bolli hindber

Hitið ofninn í 200°C
Stífþeytið eggjahvítur og bætið sykri smátt og smátt saman við og þeytið þar til allt er vel stíft og glansandi.
Setjið bökunarpappír (ca 38 cm x 25 cm) á ofnplötu og dreifið eggjahvítublöndunni jafnt yfir.
Dreifið möndluflögunum yfir deigið.
Bakið í 12 mín þar til þar til gulbrúnt. Lækkið hitann í 140 – 160°C og bakið áfram í 20 mín þangað til kakan er snertifrí.
Takið marengsinn út og setjið hann á bökunarpappír eða hreint viskustykki með möndluhliðina niður. Fjarlægið bökunarpappírinn af kökunni sem lá á ofnplötunni og leyfið marengsinum að kólna í ca 10 mín

Þeytið rjómann með smá flórsykri og vanilludropum. Dreifið honum jafnt yfir marengsinn og hindberjunum yfir rjómann.

Rúllið upp marengsinum þétt og byrjið frá lengri hliðinni, setjið á disk með kantana niður.
Stráið smá flórsykri yfir, skreytið með rjómatoppum og hindberjum eða smá bræddu súkkulaði.

Hjónin Björk Jónsdóttur og Kjartan Oddur Jóhannsson eru lengst til vinstri. Aðrir gestir í boðinu: Arndís Jónsdóttir, Arnaldur Valgarðsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurgeir Steingrímsson, Sigrún Erla Sigurðardóttir, Egill Jóhannsson, Sturla Þór Jónsson og Signý Sæmundsdóttir.
Fremst á myndinni er hindberjarúllutertan, svo má sjá melónusalat, vatnsdeigsbollur með silungasalati og sítrónubitakökur. 

MARENGSHINDBERBJÖRK JÓNSDRÚLLUTERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Glæsilegt matarboð Svanhvítar Valgeirsdóttur í Brussel

Svanhvít Valgeirsdóttir myndlistarkona og förðunarmeistari býr í Brussel ásamt eiginmanni sínum Peter Rittweger sem vinnur hjá þýska sendiráðinu. þau hafa verið þar í næstum 5 ár og verða þar í 2 ár í viðbót. Vegna atvinnu Peters flytja þau með reglulegu millibili á milli landa. Enn Svanhvít er með vinnustofu heima hjá sér þar sem hún vinnur að myndlistinni.

Borðsiðanámskeið fyrir hressa táninga

Borðsiðanámskeið fyrir hressa táninga. Það er gott að vera opinn fyrir nýjungum, sérstaklega þegar þær rekur óvænt á fjörur manns. Gaman að segja frá því að kona að nafni Elín hafði samband og gaf í kjölfarið barnabörnum sínum borðsiðanámskeið hjá okkur. Á dögunum mættu þau prúð og frjálsleg og við ræddum helstu atriði; hvernig er skálað, hvað er gert við servíetturnar, hvernig er haldið á hnífapörum, umræðuefni, uppbrot á þeim o.s.frv. Að lokinni samverunni fengu þau heimaverkefni, eitt verkefni á dag í heila viku og svo hittumst við aftur, fórum yfir hvernig gekk og ræddum almennt um samskipti. Einstaklega falleg ungmenni, sem vekja bjartsýni um hag lands og þjóðar á komandi áratugum.

Tíu atriði sem við sleppum að segja við fólk sem afþakkar vín

Tíu atriði sem við sleppum að segja við fólk sem afþakkar vín. Flestir vita að drykkjan eykur ekki kynþokkann og við verðum hvorki skemmtilegri né fallegri, þó að við höldum það hugsanlega sjálf. Svo er það vel þekkt að öll virðing á það til að hverfa út í veður og vind ef drykkjan fer úr böndunum. Hver hefur ekki heyrt skandalasögur af fulla gestinum í fínni veislu? Viljum við að fólk muni það helst úr veislunni hversu full við vorum?