Marengsrúlluterta með hindberjarjóma

Marengsrúlluterta með hindberjarjóma hindber marengs rúlluterta björk jónsdóttir húsfreyjan bökka jóns rúlluterta
Marengsrúlluterta með hindberjarjóma – verulega hátíðleg

Marengsrúlluterta með hindberjarjóma

Verulega hátíðleg marengsrúlluterta sem Björk Jónsdóttir útbjó og bauð að nokkrum góðum gestum í kaffi. Gestirnir gerðu kaffimeðlætinu góð skil.

MARENGSHINDBERBJÖRK JÓNSDRÚLLUTERTUR

.

Marengsrúlluterta með hindberjarjóma

Marengsrúlluterta með hindberjarjóma

5 stórar eggjahvítur
275 g sykur
50 g möndluflögur

Fyllingin:
450 ml rjómi þeyttur
1 ½ bolli hindber

Hitið ofninn í 200°C
Stífþeytið eggjahvítur og bætið sykri smátt og smátt saman við og þeytið þar til allt er vel stíft og glansandi.
Setjið bökunarpappír (ca 38 cm x 25 cm) á ofnplötu og dreifið eggjahvítublöndunni jafnt yfir.
Dreifið möndluflögunum yfir deigið.
Bakið í 12 mín þar til þar til gulbrúnt. Lækkið hitann í 140 – 160°C og bakið áfram í 20 mín þangað til kakan er snertifrí.
Takið marengsinn út og setjið hann á bökunarpappír eða hreint viskustykki með möndluhliðina niður. Fjarlægið bökunarpappírinn af kökunni sem lá á ofnplötunni og leyfið marengsinum að kólna í ca 10 mín

Þeytið rjómann með smá flórsykri og vanilludropum. Dreifið honum jafnt yfir marengsinn og hindberjunum yfir rjómann.

Rúllið upp marengsinum þétt og byrjið frá lengri hliðinni, setjið á disk með kantana niður.
Stráið smá flórsykri yfir, skreytið með rjómatoppum og hindberjum eða smá bræddu súkkulaði.

Hjónin Björk Jónsdóttur og Kjartan Oddur Jóhannsson eru lengst til vinstri. Aðrir gestir í boðinu: Arndís Jónsdóttir, Arnaldur Valgarðsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurgeir Steingrímsson, Sigrún Erla Sigurðardóttir, Egill Jóhannsson, Sturla Þór Jónsson og Signý Sæmundsdóttir.
Fremst á myndinni er hindberjarúllutertan, svo má sjá melónusalat, vatnsdeigsbollur með silungasalati og sítrónubitakökur. 

MARENGSHINDBERBJÖRK JÓNSDRÚLLUTERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fíkjubrauð

Fíkjubrauð

Fíkjubrauð. Mikið óskaplega er gaman að baka. Í dag er það fíkjubrauð sem rennur ljúflega niður með góðum kaffibolla. Í upphaflegu uppskriftinni er tekið fram að maður eigi að sjóða fíkjurnar í nokkrar mínútur, ég sleppti því enda engin ástæða til. Bökum og bökum

Berjahrat má nýta t.d. í múslí og í bakstur

Berjahrat má nýta. Ef þið pressið safann úr berjum, sama hvaða nöfnum þau nefnast, er ástæðulaust að henda hratinu. Hratið má nýta í bakstur, td. hrökkbrauð. Við tíndum sólber um daginn sem enduðu í sultu. Fyrst var soðið upp berjunum og þau fóru síðan í gegnum safapressuna og loks var hratið þurrkað og mulið í matvinnsluvél. Þurrkaða, malaða hratið endaði svo saman við múslíið.