Súrmjólkurbúðingur

Súrmjólkurbúðingur elsa sigrún elísdóttir súrmjólk rabarbaraperur búðingur húsmæðraskólinn í reykjavík húsmæðraskóli niðursoðin jarðarber sigrún steinsdóttir matarlím jólaeftirréttur desert á jólum jólauppskriftir Sigrún í Dölum Dalaættin Húsmæðraskóli
Súrmjólkurbúðingur

Súrmjólkurbúðingur

Sigrún móðursystir mín var í Húsmæðraskólanum í Reykjavík í gamla daga og lærði þar að gera súrmjólkurbúðing sem fylgt hefur fjölskyldunni allar götur síðan. Á hennar búskaparárum var súrmjólkurbúðingurinn í eftirrétt á jólum, borinn fram með rabarbaraperum. Elsa Sigrún, dóttir Sigrúnar, útbjó eftirréttinn góða og bauð í búðing. „Mamma bjó alltaf til úr einum lítra af súrmjólk og hafði þá 3 dl. af rjóma.” segir Elsa sem sjálf hafði niðursoðin jarðarber í botninum á skálinni.

SÚRMJÓLKEFTIRRÉTTIRJÓLINSIGRÚN STEINSDÓTTIRELSA SIGRÚNÍ GAMLA DAGAHÚSMÆÐRASKÓLAR

.

Elsa Sigrún, Árdís Hulda og Albert
Súrmjólkurbúðingsuppskritin úr uppskriftabók Sigrúnar

Súrmjólkurbúðingur

1/2 l súrmjólk
1 dl rjómi
1/2 dl sykur
2 tsk vanilla
7-8 blöð matarlím

Súrmjólk og sykur þeytt vel.
Þar í er uppleystu ylvolgu matarlíminu bætt.
Síðast er stífþeyttum rjómanum bætt í.

SÚRMJÓLKEFTIRRÉTTIRJÓLINSIGRÚN STEINSDÓTTIRELSA SIGRÚNÍ GAMLA DAGAHÚSMÆÐRASKÓLAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla