
Súrmjólkurbúðingur
Sigrún móðursystir mín var í Húsmæðraskólanum í Reykjavík í gamla daga og lærði þar að gera súrmjólkurbúðing sem fylgt hefur fjölskyldunni allar götur síðan. Á hennar búskaparárum var súrmjólkurbúðingurinn í eftirrétt á jólum, borinn fram með rabarbaraperum. Elsa Sigrún, dóttir Sigrúnar, útbjó eftirréttinn góða og bauð í búðing. „Mamma bjó alltaf til úr einum lítra af súrmjólk og hafði þá 3 dl. af rjóma.” segir Elsa sem sjálf hafði niðursoðin jarðarber í botninum á skálinni.
— SÚRMJÓLK — EFTIRRÉTTIR — JÓLIN — SIGRÚN STEINSDÓTTIR — ELSA SIGRÚN — Í GAMLA DAGA — HÚSMÆÐRASKÓLAR —
.


Súrmjólkurbúðingur
1/2 l súrmjólk
1 dl rjómi
1/2 dl sykur
2 tsk vanilla
7-8 blöð matarlím
Súrmjólk og sykur þeytt vel.
Þar í er uppleystu ylvolgu matarlíminu bætt.
Síðast er stífþeyttum rjómanum bætt í.
— SÚRMJÓLK — EFTIRRÉTTIR — JÓLIN — SIGRÚN STEINSDÓTTIR — ELSA SIGRÚN — Í GAMLA DAGA — HÚSMÆÐRASKÓLAR —
.