Humar í hvítlaukssósu

JÓLIN forréttur forréttir jólaforréttur humar góður forréttur hvítlaukssósa grafarvogskirkja
Humarforréttur – ljúffengur og hátíðlegur

Humar í hvítlaukssósu

Það er eitthvað hátíðlegt við góðan humarrétt. Gott að hafa í huga að steikja hann ekki of lengi.

JÓLINFORRÉTTIRHUMAR

.

Humar í hvítlaukssósu

800 – 1 kg humar, skelflettur
3 lítil eða 1 stór spergilkál
2 box Flúðasveppir, sneiddir
1/3 blaðlaukur
2 rauðar paprikur
sítrónusafi
salt, pipar
olía og smjör til steikingar

Steikið humarinn í olíu, smjöri og amk. einu söxuðu hvítlauksrifi.

Hvítlaukssósa:
6 – 8 dl fiskisoð, vatn og teningar
6 dl rjómi
400 gr rjómaostur
4 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
sítrónusafi
1 – 2 grænmetisteningar

Léttsteikið lauk og blaðlauk í smjöri og olíu. Bætið í fiskisoði, rjómaosti og rjóma.
Bragðbætið með salti, pipar og grænmetisteningi.
Léttsteikið grænmetið og bætið í sósuna.
Setjið humarinn saman við í lokin.
Berið fram með ristuðu brauði.
Stækkið uppskriftina að vild.

Þórkatla Pétursdóttir kom með humarréttinn í jólaveislu starfsfólks Grafarvogskirkju sem þau slógu upp fyrir Húsfreyjuna.

.

Jólaveisla í Grafarvogskirkju, frá vinstri: Arna Ýrr Sigurðardóttir, Berglind Jónsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Sigrún Eggertsdóttir, Ágúst Ingi Ágústsson, Hilda María Sigurðardóttir. Björgúlfur Egill Pálsson, Anna Magnúsdóttir, Lára Bryndís Eggertsdóttir, Guðríður Kristinsdóttir, Þórkatla Pétursdóttir, Sigurður Grétar Helgason og Aldís Rut Gísladóttir.
Humarrétturinn var í jólaveislu starfsfólks Grafarvogskirkju sem þau slógu upp fyrir Húsfreyjuna. Frá vinstri: Arna Ýrr Sigurðardóttir, Berglind Jónsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Sigrún Eggertsdóttir, Ágúst Ingi Ágústsson, Hilda María Sigurðardóttir. Björgúlfur Egill Pálsson, Anna Magnúsdóttir, Lára Bryndís Eggertsdóttir, Guðríður Kristinsdóttir, Þórkatla Pétursdóttir, Sigurður Grétar Helgason og Aldís Rut Gísladóttir.

JÓLINFORRÉTTIRHUMAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Chai te

Chai te er allra meina bót og virkar einnig fyrirbyggjandi. Hér á bæ fáum við okkur Chai te við og við og vetur hefur okkur ekki orðið misdægurt - hvort sem það er teinu að þakka eða öðru.

Reyktur lundi soðinn upp í bjórnum Surtsey

Reyktur lundi soðinn upp í bjórnum Surtsey frá The Brothers Brewery. Vestmanneyjingurinn og ljúfmennið Kjartan Vídó tók vel í að elda lunda og deila með lesendum. Kjartan segir að varla sé hægt að fara á Þjóðhátíð í Eyjum nema að fá reyktan lunda, kartöflur, rófur og smjör.

Gerbollubrauðhleifur

Gerbollubrauðhleifur. Það er ótrúlega töff að bera fram stóran hleif af brauðbollum. Hann sómir sér vel á hlaðborði og öllum líkar vel við heimabakað brauðmeti.