Humar í hvítlaukssósu
Það er eitthvað hátíðlegt við góðan humarrétt. Gott að hafa í huga að steikja hann ekki of lengi.
.
Humar í hvítlaukssósu
800 – 1 kg humar, skelflettur
3 lítil eða 1 stór spergilkál
2 box Flúðasveppir, sneiddir
1/3 blaðlaukur
2 rauðar paprikur
sítrónusafi
salt, pipar
olía og smjör til steikingar
Steikið humarinn í olíu, smjöri og amk. einu söxuðu hvítlauksrifi.
Hvítlaukssósa:
6 – 8 dl fiskisoð, vatn og teningar
6 dl rjómi
400 gr rjómaostur
4 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
sítrónusafi
1 – 2 grænmetisteningar
Léttsteikið lauk og blaðlauk í smjöri og olíu. Bætið í fiskisoði, rjómaosti og rjóma.
Bragðbætið með salti, pipar og grænmetisteningi.
Léttsteikið grænmetið og bætið í sósuna.
Setjið humarinn saman við í lokin.
Berið fram með ristuðu brauði.
Stækkið uppskriftina að vild.
Þórkatla Pétursdóttir kom með humarréttinn í jólaveislu starfsfólks Grafarvogskirkju sem þau slógu upp fyrir Húsfreyjuna.
.
.