Humar í hvítlaukssósu

JÓLIN forréttur forréttir jólaforréttur humar góður forréttur hvítlaukssósa grafarvogskirkja
Humarforréttur – ljúffengur og hátíðlegur

Humar í hvítlaukssósu

Það er eitthvað hátíðlegt við góðan humarrétt. Gott að hafa í huga að steikja hann ekki of lengi.

JÓLINFORRÉTTIRHUMAR

.

Humar í hvítlaukssósu

800 – 1 kg humar, skelflettur
3 lítil eða 1 stór spergilkál
2 box Flúðasveppir, sneiddir
1/3 blaðlaukur
2 rauðar paprikur
sítrónusafi
salt, pipar
olía og smjör til steikingar

Steikið humarinn í olíu, smjöri og amk. einu söxuðu hvítlauksrifi.

Hvítlaukssósa:
6 – 8 dl fiskisoð, vatn og teningar
6 dl rjómi
400 gr rjómaostur
4 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
sítrónusafi
1 – 2 grænmetisteningar

Léttsteikið lauk og blaðlauk í smjöri og olíu. Bætið í fiskisoði, rjómaosti og rjóma.
Bragðbætið með salti, pipar og grænmetisteningi.
Léttsteikið grænmetið og bætið í sósuna.
Setjið humarinn saman við í lokin.
Berið fram með ristuðu brauði.
Stækkið uppskriftina að vild.

Þórkatla Pétursdóttir kom með humarréttinn í jólaveislu starfsfólks Grafarvogskirkju sem þau slógu upp fyrir Húsfreyjuna.

.

Jólaveisla í Grafarvogskirkju, frá vinstri: Arna Ýrr Sigurðardóttir, Berglind Jónsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Sigrún Eggertsdóttir, Ágúst Ingi Ágústsson, Hilda María Sigurðardóttir. Björgúlfur Egill Pálsson, Anna Magnúsdóttir, Lára Bryndís Eggertsdóttir, Guðríður Kristinsdóttir, Þórkatla Pétursdóttir, Sigurður Grétar Helgason og Aldís Rut Gísladóttir.
Humarrétturinn var í jólaveislu starfsfólks Grafarvogskirkju sem þau slógu upp fyrir Húsfreyjuna. Frá vinstri: Arna Ýrr Sigurðardóttir, Berglind Jónsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Sigrún Eggertsdóttir, Ágúst Ingi Ágústsson, Hilda María Sigurðardóttir. Björgúlfur Egill Pálsson, Anna Magnúsdóttir, Lára Bryndís Eggertsdóttir, Guðríður Kristinsdóttir, Þórkatla Pétursdóttir, Sigurður Grétar Helgason og Aldís Rut Gísladóttir.

JÓLINFORRÉTTIRHUMAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.