Engifersíld – frískandi og bragðmikið síldarsalat

Engifersíld - frískandi og bragðmikið síldarsalat síld síldasalat síldarsalöt jólasíld
Engifersíld – frískandi og bragðmikið síldarsalat

Engifersíld – frískandi og bragðmikið síldarsalat

Engifersíld er fullkomið fyrir þá sem elska að fá bragðmikið og frískandi síldarsalat. Með fersku engifer, smá hunangi og sítrónu fæst ljúffeng blanda sem hentar bæði á veisluborðið og hversdags.

Engiferið gefur síldinni einstakan keim sem minnir kannski lítið eitt á austurlenska matargerð.

VINSÆLUSTU SÍLDARSALÖTINSÍLD — SALÖTENGIFERSÍLDARSALÖTRÚGBRAUÐ

.

Engifersíld

200 g marineruð síld, skorin í bita
1 dl sýrður rjómi
1 dl mæjónes
1 msk ferskt rifið engifer
1 msk hunang
1 tsk sítrónusafi
1 tsk rifinn sítrónubörkur
Salt og pipar
Ferskt kóríander eða dill til skrauts.

Þerrið síldina og skerið í hæfilega bita.
Blandið saman sýrðum rjóma, mæjónesi, engiferi, hunangi og sítrónusafa í skál.
Bætið sítrónuberki út í.
Setjið síldina út í og blandið varlega saman við sósuna.
Smakkið til með salti og pipar.

Látið standa í nokkrar klukkustundir í ísskáp eða yfir nótt.

VINSÆLUSTU SÍLDARSALÖTINSÍLD — SALÖTENGIFERSÍLDARSALÖTRÚGBRAUÐ

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi

Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi. Matarvegir okkar Betu næringarfræðings liggja víða. Núna var ég að ljúka þriðju vikunni á svokölluðu Clean Gut(hreinu fæði+16.8). Það er ekki ofsögum sagt að ég er eins og nýr maður eftir vikurnar á hollustufæði frá Lukku á Happi.

Við byrjuðum á að sitja fund með Lukku sem kom með hugmyndina að hreina fæðinu í þrjár vikur og 16:8 föstunni sem gengur út á að borða í 8 tíma og fasta í sextán. Bæði maturinn og þessi tegund af föstu hentuðu mér mjög vel.

Bestu veganborgararnir á Íslandi

Bestu veganborgararnir á Íslandi. Á fasbókinni er mjög virkur og fræðandi hópur sem nefnist Vegan Ísland. Þar var nýlega varpað fram spurningunni hvar væri hægt að fá bestu vegan borgarana. Langflestir nefna að bestu veganborgararnir séu á Bike Cave í Skerjafirðinum. Á dögunum fór ég á þangað til að smakka borgarann sem fær flest stig. Veitingastaðurinn Bike Cave var opnaður fyrir tveimur árum í Skerjafirðinum og nýlega var opnaður staður í Hafnarborg í Hafnarfirði. Gaman frá því að segja að Lúxusborgarinn á Bike Cave er mjög góður og vel má mæla með honum. Svo skemmir nú ekki fyrir að umhverfið er harla óvenjulegt. Piltarnir sem afgreiddu mig voru með allt á hreinu og framreiddu góðan borgara.