Í Afternoon Tea á Reid’s Palace hótelinu á Madeira.
Madeira – matareyjan dásamlega
Það sem Madeira er dásamleg eyja, hún tilheyrir Portúgal og er vestur af Marokkó. Þarna er þægilegur hiti og alltaf andvari af hafi JÁ, OG góður matur. Eins og oft áður á ferðalögum okkar fórum við í matargöngu og í Afternoon Tea.
Madeira er matarland hið besta, þaðan er flutt út mest út af víni og þar á eftir koma bananar. Eins og víða annars staðar í heiminum eru ýmis þjóðtrú/hjátrú tengd mat og matarvenjum. Nokkur dæmi:
Það er algengt á Madeira að borða linsubaunir á gamlárskvöld eða í kringum áramót. Þær eru taldar tákn um velgengni og ríkidæmi á nýju ári, vegna þess að lögun þeirra minnir á mynt.
Að borða fisk, sérstaklega á sérstökum hátíðardögum, er talið tryggja heppni og farsæld. Sérstaklega á þetta við um túnfisk og espada (svartfisk) sem eru hefðbundin matargerð á Madeira.
Það er talið heppni að borða fyrstu fíkjuna sem kemur fram á árinu. Fíkjur hafa lengi verið tengdar frjósemi og gnægð.
Við fórum í matargöngu með Madeira Exquisite Food on Foot Tours, klárlega einn af hápunktum ferðarinnar til eyjunnar fallegu. Stórfín ganga með Jaqueline sem sagði skemmtilega frá og gerði gönguna lifandi og eftirminnilega – já og maturinn var mjöööög góður. Hópurinn sem fór í matargöngu með Jaqueline. Þarna var fólk frá Englandi, S-Afríku, Bandaríkjunum og Íslandi.Risotto með laxi og lime á The RitzGrænmetis Thai Curry á The RitzHöfuðborgin heitir Funchal og þar fæddist Cristiano Ronaldo og eðlilega eru heimamenn stoltir af honum, í bænum er stytta af honum og safn og flugvöllur eyjarinnar er kenndur við Ronaldo.Úr miðbænum er hægt að taka kláf upp til Monte og skoða Tropical Garden þar – alveg dásamlegtPanna Cotta með berjamaukiGrilluð önd með appelsínusósu, svepparísottói og aspasVið brugðum okkur í Afternoon Tea á Reid’s Palace hótelinu og útsýnið verður nú varla toppað.Steiktur lax með kartöflumús og grænmetiBacalhau à Brás á Restaurante Londres – Það má kannski segja að Londres sé Múlakaffi Madeiringa, heiðarlegur kjarngóður alvöru matur.Sandes carne vinha d’alhos hátíðlegur réttur sem oft tengist jólunum, þó hann sé líka borðaður við önnur tilefni. Áður fyrr var hefð að slátra svíni á aðventu, marinera í ediki, hvítlauk og hvítvíni, sjóða lengi lengi og borða í brauði.Bolo do cacoer hefðbundið brauð frá Madeira sem hefur orðið ómissandi hluti af matarhefðinni. Brauðið er hringlaga, flatt og mjúkt með aðeins seigri áferð. Nafnið “caco” vísar til steinhellunnar sem það er bakað á. Brauðið er bakað á heitum steini eða járnplötu yfir opnum eldi. Bolo do caco er oft borið fram heitt, yfirleitt smurt með hvítlaukssmjöri, og það er algengt meðlæti með fisk-, kjöt- eða grænmetisréttum.Afar fagurt er á MadeiraÚtsýnispallur í tæplega sexhundruð metra hæðÍ Santana á norðurhluta MadeiraMadeira – matareyjan dásamlega. Færslan er unnin í samvinnu við Play sem flýgur vikulega fá Íslandi til Madeira.
Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.
Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.
Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.