Peach Melba

Peach Melba london hotel savoy august escoffier covent garden nellie melba sópran logengrin vanilluís rifrsberjamauk kirch líkjör gestgjafinn.
Peach Melba

Peach Melba

Á árum hins þekkta fanska August Escoffier á Hotel Savoy, kom til Lundúna fræg söngkona frá Ástralíu, að nafni Nellie Melba.

FERSKJURÁSTRALÍALONDONEFTIRRÉTTIRGESTGJAFINN

.

Escoffie hafði frétt að þessari frægu sópransöngkonu þætti góður rjómaís, en þyrði ekki að borða hann oft af hræðslu við áhrif á viðkvæm raddbönd sín. Hann fór því að gera tilraunir með eftirrétt þar sem rjómaís væri aðeins einn þátturinn í réttinum og aðaluppistaðan tæki þá kuldann úr ísnum.

Kvöld eitt fór svo Escoffier í Covent Garden og hlustaði á Nellie Melba í hlutverki hennar í Lohengrin og fékk þá hugmyndina um hvernig rétturinn skyldi framborinn.
Og í veislu sem hertoginn af Orléans hélt Nellie melba til heiðurs næsta kvöld, var Peach Melba borinn fram í fyrsta sinn og vakti mikla aðdáun viðstradda gesta.

Escoffier haföi höggvið út úr klaka svan. Og á milli útbreiddra vængja svansins, hvíldu svo ferskjurnar og ísinn undir hulu úr spunnum sykri. Í dag er ekki svona mikið haft fyrir þessum rétti þótt hann beri enn sama nafn.

Peach Melba

Vanillukúla er sett í desertskál, ferskja þar ofan á og yfir þetta er hellt rifsberjamauki sem má bragðbæta með Kirch líkjör.
Skreytt með þeyttum rjóma.

Greinin birtist í Gestgjafanum í 1.tbl. 1981 (Fyrsta Gestgjafanum).

.

Auguste Escoffier

FERSKJURÁSTRALÍALONDONEFTIRRÉTTIRGESTGJAFINN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla