
Peach Melba
Á árum hins þekkta fanska August Escoffier á Hotel Savoy, kom til Lundúna fræg söngkona frá Ástralíu, að nafni Nellie Melba.
— FERSKJUR — ÁSTRALÍA — LONDON — EFTIRRÉTTIR — GESTGJAFINN —
.
Escoffie hafði frétt að þessari frægu sópransöngkonu þætti góður rjómaís, en þyrði ekki að borða hann oft af hræðslu við áhrif á viðkvæm raddbönd sín. Hann fór því að gera tilraunir með eftirrétt þar sem rjómaís væri aðeins einn þátturinn í réttinum og aðaluppistaðan tæki þá kuldann úr ísnum.
Kvöld eitt fór svo Escoffier í Covent Garden og hlustaði á Nellie Melba í hlutverki hennar í Lohengrin og fékk þá hugmyndina um hvernig rétturinn skyldi framborinn.
Og í veislu sem hertoginn af Orléans hélt Nellie melba til heiðurs næsta kvöld, var Peach Melba borinn fram í fyrsta sinn og vakti mikla aðdáun viðstradda gesta.
Escoffier haföi höggvið út úr klaka svan. Og á milli útbreiddra vængja svansins, hvíldu svo ferskjurnar og ísinn undir hulu úr spunnum sykri. Í dag er ekki svona mikið haft fyrir þessum rétti þótt hann beri enn sama nafn.
Peach Melba
Vanillukúla er sett í desertskál, ferskja þar ofan á og yfir þetta er hellt rifsberjamauki sem má bragðbæta með Kirch líkjör.
Skreytt með þeyttum rjóma.
Greinin birtist í Gestgjafanum í 1.tbl. 1981 (Fyrsta Gestgjafanum).
.

— FERSKJUR — ÁSTRALÍA — LONDON — EFTIRRÉTTIR — GESTGJAFINN —
.