Lifrarkæfa Þórhildar

Lifrarkæfa Þórhildar þórhildur þorleifsdóttir leikstjóri nautalifur lifur beikon sveppir smjörbolla Fiðlarinn á þakinu lifrakæfa lifrarkæfa
Lifrarkæfa Þórhildar

Lifrarkæfa Þórhildar

Þegar við æfðum Fiðlarann á þakinu á Ísafirði undir leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur sagði hún okkur reglulega frá lifrarkæfu sem hún útbýr. Til að gera lifrarkæfuna betri og bragðmeiri setur hún gjarnan nautalifur á móti svínalifrinni. Mjööög góð kæfa.

LIFRARKÆFAÞÓRHILDUR ÞORLEIFSDLIFURNAUTALIFURANSJÓSURFIÐLARINN

.

Lifrarkæfa Þórhildar

1 kg. svínalifur (eða 500g svínalifur og 500 g nautalifur)
500 gr flesk (spæk) – hakkað.
Fleskið hitað við vægan hita, (bræða)

5 egg
1 laukur
1 rauðlaukur
1 dós ansjósur (eða síld í vínsósu burgundy 2 flök í kílói)
salt og pipar
3-4 hvítlauksgeirar – saxaðir smátt
1/3 tsk negull
2 tsk timian
(rauðvín, allrahanda)

Hakkið síld/ansjósur og lauk. Bætið kryddum út í og hræið vel og síðast eggjum.

60 gr smjör
60 gr hveiti
½ l mjólk
Bakið upp með því að bræða smjör í potti, hrærið hveiti saman við og búið til smjörbollu. Bætið mjólk við og hrærið svo úr verði sósa.

Hrærið lifur og spæk saman við, síðan síldar/laukmauki með þurrefnum. Bragðið og bætið við kryddi eftir smekk.

Sett í form. Bakað í vatnsbaði við 175°C í ca. klukkutíma.

Steikið beikon og sveppi og setjið yfir – berið fram volgt með rauðrófum og góðu brauði – t.d. rúgbrauði.

LIFRARKÆFAÞÓRHILDUR ÞORLEIFSDLIFURNAUTALIFURANSJÓSURFIÐLARINN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Betra líf með hollari mat og ráðum frá Betu næringarfræðingi

Betra líf með hollari mat og ráð frá Betu næringarfræðingi. Það gerist margt á einu ári. Á síðustu 12 mánuðum hef ég verið svo lánsamur að hitta Betu Reynis næringarfræðing reglulega og fara yfir mataræðið og horfa á heilsu mínu meira heildrænt. Það sem ég hef lært er að hitaeiningar og vigt segja ekki alla söguna. Beta hefur kennt mér að hlusta á líkamann og hvernig ákveðnar matarvenjur og hefðir hafa áhrif á heilsuna. Hún var með allskonar vangaveltur um áhrif frá æsku á matarhegðun og hvernig er hægt að leika á vanann sem virðist vera það erfiðasta af þessu öllu. Næsta skref er að fara í allsherjar heilsufarsmælingu og blóðprufu í Heilsuvernd. Það verður skrifað hér um hvað kemur út úr því og hvað gerist í framhaldinu.

Bryggjan brugghús

 

Bryggjan brugghús. Það er ævintýri líkast að fylgjast með uppbyggingunni á Grandanum í Reykjavík og nú er svo komið að Grandinn er orðinn hluti af miðborginni. Þar sem áður var fiskvinnsla á vegum Bæjarútgerðar Reykjavíkur er nú veitingastaðurinn Bryggjan brugghús. Róandi staður í beinni tengingu við höfnina og hafið. Sérstaðan er góður matur og bjórframleiðsla á staðnum. Kjörinn staður fyrir minni og stærri hópa.

Fyrri færsla
Næsta færsla