Peach Melba

Peach Melba london hotel savoy august escoffier covent garden nellie melba sópran logengrin vanilluís rifrsberjamauk kirch líkjör gestgjafinn.
Peach Melba

Peach Melba

Á árum hins þekkta fanska August Escoffier á Hotel Savoy, kom til Lundúna fræg söngkona frá Ástralíu, að nafni Nellie Melba.

FERSKJURÁSTRALÍALONDONEFTIRRÉTTIRGESTGJAFINN

.

Escoffie hafði frétt að þessari frægu sópransöngkonu þætti góður rjómaís, en þyrði ekki að borða hann oft af hræðslu við áhrif á viðkvæm raddbönd sín. Hann fór því að gera tilraunir með eftirrétt þar sem rjómaís væri aðeins einn þátturinn í réttinum og aðaluppistaðan tæki þá kuldann úr ísnum.

Kvöld eitt fór svo Escoffier í Covent Garden og hlustaði á Nellie Melba í hlutverki hennar í Lohengrin og fékk þá hugmyndina um hvernig rétturinn skyldi framborinn.
Og í veislu sem hertoginn af Orléans hélt Nellie melba til heiðurs næsta kvöld, var Peach Melba borinn fram í fyrsta sinn og vakti mikla aðdáun viðstradda gesta.

Escoffier hafði höggvið út úr klaka svan. Og á milli útbreiddra vængja svansins, hvíldu ferskjurnar og ísinn undir hulu úr spunnum sykri. Í dag er ekki svona mikið haft fyrir þessum rétti þótt hann beri enn sama nafn.

Peach Melba

Vanillukúla er sett í desertskál, ferskja þar ofan á og yfir þetta er hellt rifsberjamauki sem má bragðbæta með Kirch líkjör.
Skreytt með þeyttum rjóma.

Greinin birtist í Gestgjafanum í 1.tbl. 1981 (Fyrsta Gestgjafanum).

.

Auguste Escoffier

FERSKJURÁSTRALÍALONDONEFTIRRÉTTIRGESTGJAFINN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kunnið þér borðsiði?

Heimilisalmanak

Kunnið þér borðsiði? „Þó þér getið talað öll mál veraldarinnar og kunnið vel flesta mannasiði, er það lítils virði, ef þér kunnið ekki borðsiði svo vel, að þér getið borðað með hverjum sem er, og hvar sem er í heiminum.“

– Helga Sigurðardóttir, Heimilis almanak, 1942.

Fyrri færsla
Næsta færsla