
Ostafrækex
Saðsamt, stökkt frækex með rifnum osti er hollt snarl, stútfullt af næringarefnum. Svo er það bæði trefja- og próteinríkt. Fullkomið þegar okkur langar „í eitthvað” milli mála.
Ostafrækexið sameinar frábært bragð og hollustu í hverjum bita.
✨
— FRÆKEX — HUSK — KEX — ENGLISH —
✨
Ostafrækex
8 dl fræ (sesamfræ, graskersfræ, hörfræ, sólblómafræ…)
3 egg
1 tsk laukduft
1 msk kókosmjöl
1 tsk Husk
1 tsk chiafræ
1 msk oreganó
1/3 tsk salt
2 dl rifinn ostur.
Blandið öllu saman í skál.
Setjið deigið á bökunarpappírsklædda plötu. Setjið bökunarpappír yfir og fletjið út með kökukefli þannig að deigið verða ca 1 cm þykkt.
Bakið við 160°C í 20 mínútur, lækkið þá hitann í 110°C
Takið úr ofninum, snúið við og bakið áfram í um 15 mínútur.
— FRÆKEX — HUSK — KEX — ENGLISH —
✨