Finnsson – restaurant

 

Finnsson bistro restaurant kringlan guðrún pétursdóttir restaurants in reykjavík iceland islande
Albert, Guðrún Pétursdóttir og Bergþór á Finnsson í Kringlunni

Finnsson – restaurant

Í Kringlunni er perla, veitingahúsið Finnsson. Hönnunin er með karakter og minnir á allt annað en verslunarmiðstöð, hlýleg svo af ber, óvenjulegt veggfóður, bambus ljósakrónur og myndlist eftir Daða Guðbjörnsson og fleiri. Engin vistarvera hefur orðið út undan, m.a.s. eru salerni smart.
Þó að staðurinn sé stór, tekur hann utan um gesti. Leikhúsgestir eru mikilvægur hópur og oftar en ekki er fullbókað fyrir leiksýningu, en hljóðvist er einstaklega góð og notalegt andrúmsloft.

— ÍSLAND — VEITINGASTAÐIR

.

Við settumst t.d. í þægilegan „business básinn“ í miðjum sal, en einnig er hægt að velja prívat herbergi fyrir allt að 12 manns. Svolítið ævintýraland þessi staður.
Finnsson var settur á laggirnar í lok covid, en á sér forföður sem er Argentína við Barónsstíg með sínum dúndursteikum. Hjartað í Finnsson eru líka steikur og leitar þannig upprunans, þó að vissulega séu bæði hamborgarar og frábær fiskur á boðstólum.

En steikurnar, maður minn, það liggur við að það sé nóg að fá gaffal, enda er sérfræðingurinn Óskar Finnsson heilinn á bak við hráefnið og matreiðsluna. Red and white ribeye frá Póllandi var valið besta ribeye Evrópu. Við erum að tala um gæði og klassa.

Ekki svíkur þjónustan, Finnur sonur Óskars og Maríu sá um okkur af fagmennsku natni og alúð.

Finnsson – restaurant

Finnsson í Kringlunni
Hlýlegt á Finnsson í Kringlunni
Nauta carpaccio með jarðskokkum, parmesan osti, truffluolíu og heimalöguðu pestó
Rauðrófu carpaccio með gráðosti
Ofnbakaður bóndabrie m/ristuðu hnetukurli og hunangi, ristað brauð og bláberjasulta
Red and white ribeye frá Póllandi, var valið besta í Evrópu
Þorskur með brokkolini, dill eplum og andafitusteiktum kartöflum
Kálfakjöt með andafitusteiktum kartöflum
Eton Mess er enskur eftirréttur sem samanstendur af berjablöndu, marengsbitum og þeyttum rjóma, bara eins og í fermingunni
Lemon Lemon Tart, sítrónubaka með ítölskum marengs
San Sebastian er bökuð ostakaka og kemur frá samnefndri borga á Spáni. Borin fram með hvítsúkkulaðikurli og karamellusósu.

Mikið úrval er af freyðivíni á Finnsson, bæði áfengu og óáfengu
Albert, Reynir Már Guðjónsson, Finnur Óskarsson og Bergþór

— ÍSLAND — VEITINGASTAÐIRBISTRO

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pipplingar – 2. sætið í smákökusamkeppni

IMG_3723

Pipplingar - 2. sætið í smákökusamkeppni Kornax 2015. Í umsögn dómara heyrðist meðal annars þetta:
"Piparmyntubragðið mátulegt, snilld að hafa sítrónu með í uppskriftinni. Það skilaði sér mjög vel" "Piparmyntusúkkulaði og jarðarber eiga auvitað alltaf vel saman. Frágangur snyrtilegur"
"Passlegt myntubragð, bragðgóður botn og skemmtilegt mótvægi í ávöxtunum"
"virkilega góð samsetning og góð kaka"

Að ýmsu er að hyggja þegar matarboð er undirbúið

Matarboð undirbúið. Að ýmsu er að hyggja áður en matargesti ber að garði. Það er augnayndi að sjá fallega lagt á borð og gott er að gefa sér góðan tíma í að undirbúa borðið, jafnvel daginn áður, skipuleggja og koma öllu haganlega fyrir. Eins og venjulega þarf að meta tilefnið og umfangið. Þegar mikið stendur til notum við spariborðbúnaðinn.

Matwerk á Laugavegi – nýíslensk matreiðsla með léttum fusion snúningi

Matwerk á Laugavegi - nýíslensk matreiðsla með léttum fusion snúningi. Veitingastaðurinn Matwerk er á Laugavegi 96, rétt fyrir neðan gatnamót Laugavegar og Snorrabrautar. Þar er ný-íslensk matreiðsla með laufléttum fusion snúningi í smáréttastíl. Á staðnum er gott úrval af kokteilum, léttvínum og bjór. Þarna er notaleg stemming og falleg list á veggjum, hlýir jarðlitir og viður. Á Matwerki er íslenskt hráefni og þar er unnið með íslenskar hugmyndir og hráefni, eins og steiktur fiskur dagsins (spari,spariútgáfa af heimilisfiski) og skyr með brulée. Yfirmatreiðslumaður á Matwerki er Stefán Hlynur Karlsson og hjá þeim er látlaus og þægileg þjónusta.

Fyrri færsla
Næsta færsla