Besta kartöflusalatið

KartöflusalatBesta kartöflusalatið Heimagert kartöflusalat Klassískt kartöflusalat Kartöflusalat með eplum Kartöflusalat með mæjónesi Kartöflusalat með sýrðum rjóma Kartöflusalat í veislu Kartöflusalat fyrir grillmat Kartöflusalat með fersku dilli Salat með kartöflum Meðlæti með grillmat Sumarsalat Hlaðborðssalat Salat með sýrðum rjóma Einföld uppskrift af kartöflusalati Besta uppskriftin af kartöflusalati Heimagert kartöflusalat sem klikkar ekki Einfalt og ljúffengt kartöflusalat Kartöflusalat sem passar með öllu Hvernig geri ég gott kartöflusalat? Uppskrift af klassísku kartöflusalati Kartöflusalat fyrir grillveisluna Meðlæti sem hentar fyrir hlaðborð Salat með eplum, kartöflum og sýrðum rjóma Hvað er gott að hafa með grillmat?
Besta kartöflusalatið

Besta kartöflusalatið

Kartöflusalöt standa alltaf fyrir sínu – þau eru einföld, bragðgóð og passa við ótal rétti. Ég smakkaði þetta salat í veislu um daginn og varð strax heillaður af ferskleikanum. Sæt epli, stökkar súrar gúrkur og rauðlaukur gefa því gott jafnvægi, og ferskt dill setur punktinn yfir i-ið.
Kartöflusalat passar fullkomlega með grillmat, fiski eða sem hluti af hlaðborði. Það er líka frábært með pylsum og hamborgurum – klassískt sumarsalat sem klikkar aldrei!

✨ 👨‍🍳 ✨

KARTÖFLUSALÖTKARTÖFLURSALÖTMEÐLÆTI

👨‍🍳 ✨

Besta kartöflusalatið

Hráefni:

  • 1 kg kartöflur
  • 2 epli, skorin í litla bita
  • 1 lítill rauðlaukur, fínsaxaður
  • 4 súrar gúrkur, skornar í litla bita
  • 1 dl sýrður rjómi
  • 1 dl mæjónes
  • ½ -1 dl þeyttur rjómi
  • 1 tsk Dijon-sinnep
  • 1 msk edik eða hvítvínsedik
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 1 lúka ferskt dill, saxað

Aðferð:

  1. Sjóðið kartöflurnar með hýðinu þar til þær eru meyrar. Kælið, afhýðið og skerið í bita.
  2. Blandið kartöflunum saman við epli, rauðlauk og súrar gúrkur í stóra skál.
  3. Í lítilli skál hrærið saman sýrðan rjóma, mæjónes, þeyttan rjóma, sinnep og edik. Smakkið til með salti og pipar.
  4. Hellið dressingunni yfir salatið og blandið varlega saman.
  5. Stráið fersku dilli yfir og látið standa í ísskáp í a.m.k. klukkustund áður en borið er fram.

Þetta salat er frábært með grillmat, reyktum fiski eða á hlaðborð. Njótið! 😋

👨‍🍳✨

KARTÖFLUSALÖTKARTÖFLURSALÖTMEÐLÆTI

✨ 👨‍🍳 ✨

Auglýsing

Meira úr sama flokki