Ferskt fíkjusalat með valhnetum og geitaosti

FíkjusalatSalat með fíkjum Salat með geitaosti Valhnetur í salat Hollt salat Ljúffengt salat Einfaldar uppskriftir Forréttur með fíkjum Forréttur með geitaosti Ferskt salat Balsamik dressing Salat með ávöxtum Matarblogg fíkjur gráfíkjur Hvernig geri ég einfalt fíkjusalat? Uppskrift af salati með fíkjum og geitaosti Hollur forréttur með fíkjum Léttur og ferskur forréttur Fíkjusalat með valhnetum og balsamikdressing Salat sem hentar fyrir matarboð Hvað passar vel með fíkjum í salati? Salat með ávöxtum og osti Uppskrift að sumarlegu salati Fljótlegt salat með fáum hráefnum #uppskriftir #salat #holltmataræði #matarblogg #forréttur #figsalad
Ferskt fíkjusalat með valhnetum og geitaosti – ljúffengur réttur

Ferskt fíkjusalat með valhnetum og geitaosti

Þegar ég var lítill stalst ég stundum í gráfíkjurnar í búrinu hjá mömmu – en tók bara eina í einu. 😇 Þetta salat er frábær leið til að njóta þeirra á nýjan hátt!

Bragðblandan er fullkomin: ferskleiki fíkjanna, kremaður geitaosturinn og stökkar valhneturnar skapa ljúffengan rétt sem hentar bæði sem forréttur eða meðlæti með góðum mat. Dressingin er einföld en gerir gæfumuninn – smá hunang, balsamik og ólífuolía sem draga fram extra gott bragð.

Ég mæli heilshugar með þessu salati, hvort sem þið eruð jafn sólgin í fíkjur og ég eða bara að leita að ljúffengum og einföldum rétti! 😄

Ferskt fíkjusalat með valhnetum og geitaosti

✨ 🍽️ ✨

FÍKJURSALÖTVALHNETURGEITAOSTURFORRÉTTUR

✨ 🍽️ ✨

Ferskt fíkjusalat með valhnetum og geitaosti

(4-6 manns)

Hráefni:

  • 2 b mjúkar fíkjur, skornar í þrennt
  • 100 g geitaostur (t.d. mildur chèvre), mulinn í bita
  • 50 g valhnetur, ristaðar létt á pönnu
  • 100 g ferskt salat (t.d. klettasalat eða blandað salat)
  • 2 msk hunang
  • 2 msk balsamikgljái (eða balsamikedik)
  • 2 msk góð ólífuolía
  • Salt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Ristið valhneturnar á þurri pönnu við meðalhita í 2-3 mínútur þar til þær ilma vel. Setjið til hliðar og leyfið þeim að kólna.
  2. Skolið salatið, dreifið því á stóran disk eða fat.
  3. Raðið fíkjunum fallega yfir salatið og stráið síðan yfir ristuðum valhnetum og muldum geitaosti.
  4. Blandið saman hunangi, balsamikgljáa og ólífuolíu. Smakkið til með salti og pipar.
  5. Dreifið dressingunni yfir salatið rétt áður en það er borið fram.

Mæli með að hafa allt tilbúið en blanda því saman rétt áður en það er borið fram.

✨ 🍽️ ✨

FÍKJURSALÖTVALHNETURGEITAOSTURFORRÉTTUR

✨ 🍽️ ✨

Ferskt fíkjusalat með valhnetum og geitaosti

Auglýsing

Meira úr sama flokki