Lakkrís–Pavlóvur

Lakkrís–Pavlóvur pavlóva lakkrís marengs lakkrískrem björk jónsdóttir bökka jóns lakkrískaramellur
Lakkrís–Pavlóvur

Lakkrís–Pavlóvur

Björk Jónsdóttir galdraði fram kaffiveislu fyrir Húsfreyjuna og bauð nokkrum góðum vinum í kaffi. Björk er mjöööög flink í eldhúsinu.

 — BJÖRK JÓNSDMARENGSLAKKRÍSPAVLÓVURHÚSFREYJANENGLISH

.

Lakkrís – Pavlóvur

Lakkrís – Pavlóvur

Pavlóvurnar:
4 eggjahvítur
200 g sykur
400 g rjómi

15 stk lakkrískaramellur – 5 msk rjómi.

Þeytið eggjahvítur og sykur þar til topparnir halda sér.
Setjið í stóran sprautupoka og klippið gat á endann.
Sprautið væna, bústna toppa á bökunarpappír á bökunarplötu.
Þrýstið ofan á þá miðja með teskeið og myndið nokkurs konar holu.
Bakið við 90°C í 45 mínútur, slökkvið þá á ofninum og leyfið marengsinum að kólna alveg áður en hann er tekinn út.
Gott að gera þetta að kvöldi og láta standa í ofninum yfir nótt.

Bræðið saman lakkrískaramellur og rjóma og setjið óreglulega yfir hverja Pavlóvu.

Hjónin Björk Jónsdóttur og Kjartan Oddur Jóhannsson eru lengst til vinstri. Aðrir gestir í boðinu: Arndís Jónsdóttir og Arnaldur Valgarðsson. Ragnheiður Jónsdóttir og Sigurgeir Steingrímsson. Sigrún Erla Sigurðardóttir og Egill Jóhannsson. Sturla Þór Jónsson, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Signý Sæmundsdóttir.
Hluti af glæsilegu kaffiborði Bjarkar. Fremst á myndinni eru vatnseigsbollur með silungssalati og rækjuréttur.

BJÖRK JÓNSDMARENGSLAKKRÍSPAVLÓVURHÚSFREYJANENGLISH

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.