
Lakkrís–Pavlóvur
Björk Jónsdóttir galdraði fram kaffiveislu fyrir Húsfreyjuna og bauð nokkrum góðum vinum í kaffi. Björk er mjöööög flink í eldhúsinu.
— BJÖRK JÓNSD — MARENGS — LAKKRÍS — PAVLÓVUR — HÚSFREYJAN — ENGLISH —
.

Lakkrís – Pavlóvur
Pavlóvurnar:
4 eggjahvítur
200 g sykur
400 g rjómi
15 stk lakkrískaramellur – 5 msk rjómi.
Þeytið eggjahvítur og sykur þar til topparnir halda sér.
Setjið í stóran sprautupoka og klippið gat á endann.
Sprautið væna, bústna toppa á bökunarpappír á bökunarplötu.
Þrýstið ofan á þá miðja með teskeið og myndið nokkurs konar holu.
Bakið við 90°C í 45 mínútur, slökkvið þá á ofninum og leyfið marengsinum að kólna alveg áður en hann er tekinn út.
Gott að gera þetta að kvöldi og láta standa í ofninum yfir nótt.
Bræðið saman lakkrískaramellur og rjóma og setjið óreglulega yfir hverja Pavlóvu.


— BJÖRK JÓNSD — MARENGS — LAKKRÍS — PAVLÓVUR — HÚSFREYJAN — ENGLISH
.