Risarækjur með brokkolíní, feta og möndlum

 

Hjónin Björk Jónsdóttur og Kjartan Oddur Jóhannsson eru lengst til vinstri. Aðrir gestir í boðinu: Arndís Jónsdóttir, Arnaldur Valgarðsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurgeir Steingrímsson, Sigrún Erla Sigurðardóttir, Egill Jóhannsson, Sturla Þór Jónsson og Signý Sæmundsdóttir. Risarækjur með brokkolíní, feta og möndlusalati rækjur
Risarækjur með brokkolíní, feta og möndlusalati

Risarækjur með brokkolíní, feta og möndlum

 

RÆKJURBJÖRK JÓNSDHÚSFREYJAN

.

Risarækjurétturinn var hluti af góðgæti sem Björk Jónsdóttir töfraði fram fyrir Húsfreyjuna. Til vinstri eru vatnseigsbollur með silungasalati og litlar pavlovur

Risarækjur með brokkolíní, feta og möndlum

100 g hvítar möndlur
400 g gufusoðið brokkólíní (langt brokkolí)
400 g hráar stórar risaækjur (með hala)
safi úr tveimur sítrónum
4 msk ólífuolía
200 g Feta osta-kubb, rifinn niður
20 g dill saxað
3 vorlaukar, skornir fínlega niður

Marinering fyrir rækjurnar:
4 kúfaðar msk af glæru hunangi
2 hvítlauksrif
2 msk ljós púðursykur
sítrónusafi, salt og pipar
3 – 4 chilliolía eða ólífuolía ( setja þá chiliflögur saman við ólífuolíuna).

Blandið vel saman í skál þar til sykurinn blandast vel saman við. Setjið rækjurnar saman við með höndum. Hyljið skálina með plastfilmu og látið standa í herbergishita í 30 mín.
Hitið ofninn í 190°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötu. Dreifið möndlunum á ofnplötuna og látið bakast í 10 mín. Takið úr ofninum og látið kólna.
Setjið vatn í pott og gufusjóið brokkólínið í 5 mín. Síið vatnið frá og setjið til hliðar.
Hitið olíuna á pönnu og steikið rækjurnar í 1-2 mín á hvorri hlið þar til þær eru orðnar bleikar og steiktar í gegn (passið að ofsteikja ekki). Takið pönnuna af eldavélinni.
Brokkolíninu er raðað í hring á stóran disk og rækjunum dreift ofan á.
Fetaosturinn mulinn yfir og dill, vorlauk og möndlum dreift yfir að lokum.

Hjónin Björk Jónsdóttur og Kjartan Oddur Jóhannsson eru lengst til vinstri. Aðrir gestir í boðinu: Arndís Jónsdóttir, Arnaldur Valgarðsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurgeir Steingrímsson, Sigrún Erla Sigurðardóttir, Egill Jóhannsson, Sturla Þór Jónsson og Signý Sæmundsdóttir.

RÆKJURBJÖRK JÓNSDHÚSFREYJAN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sjómannadagstertan

Sjómannadagstertan

Látið ekki hugfallast þó uppskriftin virðist löng og með mörgum hráefnum. Tertan er afar góð og vel þess virði að baka hana um sjómannadagshelgina eða á öðrum tímum þegar mikið liggur við.

Súrsaður rauðlaukur – alveg ótrúlega góður

Súrsaður rauðlaukur er alveg ótrúlega góður og svo er frekar einfalt að útbúa hann. Á Borðinu við Ægisíðu fengum við grafna gæsabringu og krækiberjasultu sem ásamt súrsaða rauðlauknum var sett á niðurskorið snittubrauð og úr urðu þessar fallegu snittur.

Grænn aspas vafinn í hráskinku með Hollandaise sósu

Grænn aspas vafinn í hráskinku með Hollandaise sósu. „Vinur okkar hann Angantýr ákvað að útbúa glæsilegan og bragðgóðan forrétt" segir Svanhvít Valgeirsdóttir myndlistarkona og förðunarmeistari sem býr og starfar í Brussel. Þau hjónin héldu matarboð fyrir nokkra vini sína. Fyrir utan aspasinn var boðið upp á Svanskjúkling í aðalrétt og í desert var einfaldur fljótlegur eftirréttur.