Það kemur kannski ekki á óvart að við höfum kolfallið fyrir matnum í Palermó – þvílíkur veisluheimur! Maturinn er ekki bara ljómandi góður heldur líka ótrúlega fjölbreyttur, og maður rekst stöðugt á eitthvað sem kitlar forvitni og bragðlauka. Lokkandi ilmur svífur um alla miðborgina, þar sem lítil bakarí, kaffihús, veitingastaðir og sögulegir markaðir iða af lífi. Við röltum á milli og fengum okkur smá bita hér og þar – einhvers staðar örlítið djúpsteikt, annars staðar ferskt og súrsætt, alltaf var tekið á móti okkur með bros á vör. Sikileyingar eru hlýir og vingjarnlegir, og manni líður fljótt eins og hluta af bæjarlífinu.
Einhver skrifaði á samfélagsmiðlum: „Af hverju hefur enginn sagt mér frá Palermó?“ Við hugsuðum það sama. Þetta er staður sem læðist inn í hjartað – með ilmi, litum, og löngun til að borða allt.
Stigghiola – Grillaður kindainnmatur með vorlauk, oft borin fram með sítrónu, og salciccia (pylsa), hefðbundið götufæði.Djúpsteiktar kjúklingabaunaþynnur og djúpsteiktar kartöflubollurBaccalá fritto/sfincione – einn besti saltfiskréttur sem ég hef á æfinni bragðað. Veitingastaðurinn heitir Osteria Lo Bianco.Cannoli er geysivinsæll eftirréttur á Sikiley. sikileyska eftirrétturinn, stökkur brauðhólkur fylltur með þeyttum ricotta með sykri, stundum með pistasíum, súkkulaði eða ávöxtum.Arancini – Djúpsteiktar hrísgrjónakúlur oftast fylltar með einhverju kjötmeti (arancina con carne), fengum okkur líka með smjöri, osti og skinku (al burro), stundum fylltar pistasíum. Þurfa að vera nýsteiktar, ekki upphitaðar. Á degi heilagrar Lúsíu, (Santa Lucìa) 13. desember er borðað arancina allan daginn, með ýmsu bragði.Salvo Albicocco er á fjórum stöðum í PalermóÁ Sikiley er kolkrabbi (ítalska: polpo) vinsæll hráefni og er oft matreiddur á einfaldan og bragðgóðan hátt í anda miðjarðarhafsmatar. Þrír vinsælir réttir: Grillaður kolkrabbi – Polpo alla griglia. Kolkrabbi í tómatsósu – Polpo alla Luciana. Pasta með kolkrabba – Pasta alla polpoScafazzato á Osteria Lo Bianco.Spaghetti með rækjum, tómötum og pistasíumCaponata er klassískur sikileyskur grænmetisréttur – uppistaðan er eggaldin, tómatar, laukur, sellerí, ólífur, kapers og edik. Caponata er dæmi um rétt sem hefur þróast úr fátækramat í veislurétt.Einn af hápunktum dvalarinnar var að hlusta á Jóhann Kristinsson syngja bassa-aríurnar í Jóhannesarpassíunni (sem og Pílatus). Jóhann er ein af okkar skærustu stjörnum í söngheiminum og vel þess virði að taka sér langa ferð á hendur til að hlusta á hann.Matarganga á vegum Secret food. Emma leiðsögukonan okkar tók myndina.Pasta alla Norma. Pasta með tómatsósu, steiktu eggaldini, rifnum ricotta osti og basilíku.Trattoria Al Ferro di Cavallo. Skemmtilega hrár staður. Bragðgóður matur, einföld og látlaus framsetning. Það er mjög hávær tónlist og ég fann svo mikið til með þjónustufólkinu sem hljóp og hljóp eins og það væri að æfa fyrir næstu Ólympíuleika svo mikið var að gera hjá þeim. Hefði alls ekki viljað missa af þessari upplifun.Á Cuvee Du Jour – Villa Igea fengum við rækjur í forrétt, þá pasta með sikileyskum trufflum, blómkál í rjómasósu og loks grillaðan fiskÞað er fróðlegt að skoða Villa Malfitano í Palermo, glæsilegt hús með fjölmörgum herbergjum sem hvert og eitt er fagurlega skreytt. Það dró heldur úr ánægjunni við að skoða húsið að starfsmaðurinn var óþolinmóður og vild að við drifum okkur að ljúka skoðuninni. Frekar óviðeigandi í stóru húsi þar sem margt er að skoða. MEIRA HÉR.Það er bæði hægt að keyra upp á Monte Pellegrino fjallið í Palermo eða fara þangað gangandi. Þessi leið er vinsæl meðal ferðamanna sem vilja njóta stórkostlegs útsýnis yfir borgina. Uppi er Santuario di Santa Rosalia, sem er byggðt inn í klettinn og er tileinkaður verndardýrlingi Palermo, hinni heilögu Rosaliu.
Við sáum Ástardrykkinn eftir Verdi í Óperuhúsinu í Palermó. Húsið, Teatro Massimo, er stærsta óperuhús Ítalíu og það þriðja stærsta í Evrópu. Það var vígt árið 1897 og er þekkt fyrir framúrskarandi hljómburð og glæsilegan nýklassískan stíl með grísk-rómverskum áhrifum. Þarna hafa allir og amma þeirra sungið, allt frá Caruso til Callas til Pavarotti. Teatro Massimo varð heimsfrægt þegar lokaatriði kvikmyndarinnar The Godfather Part III var tekið þar upp, en dramatísk sena úr óperunni Cavalleria Rusticana var kvikmynduð á sviðinu. Húsið var lokað í rúman áratugi vegna viðgerða og pólitískra deilna en opnaði aftur með pomp og prakt árið 1997, akkúrat hundrað árum eftir vígslu þess.
Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.
Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.
Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.