
Kryddbrauð
Það er eitthvað notalegt við kryddbrauð, bæði ilmurinn af nýbökuðu brauðinu og þetta ljúffenga kryddbragð.
— KRYDDBRAUÐ — BRAUÐ — KAFFIMEÐLÆTI —
.
Kryddbrauð
4 dl haframjöl
3 dl hveiti
2 dl púðursykur
6 dl AB mjólk
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
2 tsk kanill
2 tsk negull
2 tsk engifer
2 tsk matarsódi
Setjið allt í skál og blandið saman með sleif. Setjið í ílangt form og bakið við 175°C í um 45 mín.
— KRYDDBRAUÐ — BRAUÐ — KAFFIMEÐLÆTI —
.