
Karamelluð rabarbarasulta
Ragna Karlsdóttir gaukaði að mér uppskrift að rabarbarasultu með karamellukeim „Já, algjört sælgæti” Rabarbara og sykri er blandað saman og látið standa í sólarhring. Þá er safinn sigtaður frá og soðinn niður þangað til hann verður að karamellu. Eftir það er rabarbarinn settur saman við.
Frá Röngu: Ég læt suðuna bara koma upp með bitana í karamellunni. Þannig er upprunalega aðferðin. Ferskari bitarnir.
Eins og stundum áður fylgdi ég ekki ekki alveg uppskriftinni, setti 700 g af sykri á móti kílói af rabarbara og bætti við 1/2 tsk af salti og sauð í 12-15 mín eftir að bitarnir fóru út í.
Það er rétt, þessi sulta er hreinasta sælgæti 🙂
— RABARBARASULTA — RABARBARI — SULTA — ÍSLENSKT — KARAMELLU… —
.

— RABARBARASULTA — RABARBARI — SULTA — ÍSLENSKT — KARAMELLU… —
.