Grillmarkaðurinn

 

Grillmarkaðurinn austurstræti reykjavík restaurant
Grillmarkaðurinn við Austurstræti

Grillmarkaðurinn

Grillmarkaðurinn hefur fyrir löngu skapað sér sess sem spennandi kostur fyrir sælkera, enda streymdi fólk að allan tímann sem vorum þar. Það er samt enginn erill og einstaklega ljúft að vera í umsjá hennar Kristínar sem gekk um beina af mikilli alúð.
Umhverfið er líka svo hlýlegt, verið að grilla inni í miðjum salnum uppi og svo er hönnunin bara mjög falleg. Og maturinn auðvitað fyrsta flokks. Í þetta sinn fórum við í 8 rétta smakkseðilinn. Það er ansi vel útilátið, en gaman að prófa svo marga rétti.

Allt var þetta bragðgott og fallega framborið, EN þessi lambakóróna, eruð þið ekki að grínast, hvílík mýkt og bragðgæði! Það munaði hársbreidd að ég bæði um ábót 😉

GRILLMARKAÐURINN — VEITINGASTAÐIR — ÍSLAND

.

Við byrjuðum á að fá okkur ferska og óáfenga koktaila, Fresh fizz, Green apple breeze og Passion fruit mojito.
Áður en að sjálfu smakkferðalaginu kom, fengum við litlar canapés, chili lime og stökk og vel krydduð stykki.
Léttreykt fjallableikja – með stökkum rúgbrauðsmulningi, sýrðum fennel og dill-sinneps sósu – rosalega góð
Nauta tataki – epli, kóríander, stökkir jarðskokkar og miso dressing – áhugaverð samsetning
Grilluð hvalasteik, lauk-soja dressing, chili og lime – extra mjúk steik og mjög góð dressing
4. Humar hraunmolar – bjórdeig, eldpipar, majónes, ristaður hvítlaukur, wakame salat
Léttsaltaður þorskur – niðurskorin epli, grillað eplamauk, humarsalat, svartur hvítlaukur, skelfissósa
Ribeye með beinmerg og sósu. Góð samsetning.
Lambakóróna, kótiletta, stökkar kartöflur, kryddaður hnetumulningur, gljáðar gulrætur, piklaður laukur. Þetta var alveg út úr korti fínn réttur, lungamjúkt og bragðið fullkomið.
Ástarpungar, sólberja og sítrónu sorbet, súkkulaðikaka, passion fruit og ýmsir ávextir, kúla með mascarpone á botninum, espresso ís og karamellusósu og svo súkkulaðisósu hellt yfir. Rugl gott.
Lambakórónan
Það er smart á Grillmarkaðnum
Eyjólfur myndar
Bergþór, Eyjólfur og Albert fyrir framan Grillmarkaðinn

GRILLMARKAÐURINN — VEITINGASTAÐIR — ÍSLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ísmenning á Íslandi

Á hjólaferðalagi okkar um þýskar grundir fórum við stundum á ískaffihús, þar sem matseðillinn samanstóð af fagurlega skreyttum ísréttum, t.d. í lengjum sem líktust spaghetti. Skreytingarnar voru af öllu mögulegu tagi, þeyttur rjómi, ávextir, alls kyns súkkulaði- eða karamellusósur og stökkt „drasl“ með.