Draumaterta með pistasíukremi

Draumaterta með pistasíukremi Ingibjörg Lydia Yngvadóttir eyjólfur eyjólfsson eyvi pistasíur pistasíusmjör stokkseyri súfistinn salthnetur, döðlur, suðusúkkulaði kornflex rjómi lyftiduft pistasíur pistasíukrem
Draumaterta með pistasíukremi – dásamlega góð terta.

Draumaterta með pistasíukremi

Í vikunni fórum í heimsókn til Eyjólfs vinar okkar á Stokkseyri. Meðal góðra kaffiveitinga var draumaterta með pistasíukremi sem mamma Eyva bakaði – dásamlega góð terta. Á leiðinni heim hringdi ég í mömmuna, Ingibjörgu Lydiu fyrrverandi kökugerðarkonu Súfistans og bað hana að baka tertuna góðu.

DRAUMATERTUREYJÓLFURSTOKKSEYRIPISTASÍUR

.

Ingibjörg Lydía og Eyjólfur sonur hennar

Draumaterta með pistasíukremi

5 egg
200 g sykur
150 g salthnetur, saxaðar smátt
150 g döðlur, saxaðar
150 g suðusúkkulaði, saxað
70 g kornflex
1/2 tsk salt
1 1/2 tsk lyftiduft
1/2 l rjómi

Pistasíukrem ca 150 g (uppskriftir hér)

Botnar: Þeytið saman egg og sykur. Bætið hnetum, döðlum, súkkulaði, kornflexi og lyftidufti. Blandið saman við með sleikju.

Bakið í tveimur kringlóttum formum við 180°C í ca 20-30 mín. Kælið botnana.

Smyrjið pistasíukremi jafnt á neðri botninn.
Þeytið rjómann og setjið á milli botnanna og einnig ofan á efri botninn.
Stráið kakói yfir rjómann.

Draumaterta með pistasíukremi

DRAUMATERTUREYJÓLFURSTOKKSEYRIPISTASÍUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki