
Berunes í Berufirði
Það var eitthvað dásamlega kyrrlátt og rómantískt við að horfa heim að Berunesi í Berufirði sem hjónin Ólafur og Anna hafa byggt upp með kærleika, natni og óbrigðulli smekkvísi. Bræðurnir Róbert og Þórir Ólafssynir stóðu vaktina þegar við heimsóttum Berunes.
Oft er einfaldleikinn bestur, það kom vel í ljós þegar við borðuðum á Berunesi í Berufirði. Matseðill dagsins er set-menu með fjórum réttum. Fjórir góðir réttir sem þó taka breytingum dag frá degi, eða viku frá viku, eftir því hvaða hráefni er til. Þegar okkur bar að garði var á boðstólum reyktur lax úr landeldi í Öxarfirði, hægeldað lamb á sveppabyggi, steiktur koli frá Breiðdalsvík og á eftir fengum við gulrótatertu og súkkulaðitertu.
Heiðarlegur góður matur á mjög góðu verði í fögrum Berufirði.
— BERUNES — BERUFJÖRÐUR — VEITINGASTAÐIR — ÍSLAND —
.







— BERUNES — BERUFJÖRÐUR — VEITINGASTAÐIR — ÍSLAND —
.