Berunes í Berufirði

Berunes berufjörður ferðaþjónustan berunesi koli breiðdalsvík bankabygg lamb Róbert ólafsson og Þórir Ólafsson ólafur eggertsson Anna
Berunes – heiðarlegur góður matur á mjög góðu verði í fögrum Berufirði.

Berunes í Berufirði

Það var eitthvað dásamlega kyrrlátt og rómantískt við að horfa heim að Berunesi í Berufirði sem hjónin Ólafur og Anna hafa byggt upp með kærleika, natni og óbrigðulli smekkvísi. Bræðurnir Róbert og Þórir Ólafssynir stóðu vaktina þegar við heimsóttum Berunes.

Oft er einfaldleikinn bestur, það kom vel í ljós þegar við borðuðum á Berunesi í Berufirði. Matseðill dagsins er set-menu með fjórum réttum. Fjórir góðir réttir sem þó taka breytingum dag frá degi, eða viku frá viku, eftir því hvaða hráefni er til. Þegar okkur bar að garði var á boðstólum reyktur lax úr landeldi í Öxarfirði, hægeldað lamb á sveppabyggi, steiktur koli frá Breiðdalsvík og á eftir fengum við gulrótatertu og súkkulaðitertu.

Heiðarlegur góður matur á mjög góðu verði í fögrum Berufirði.

BERUNESBERUFJÖRÐUR —  VEITINGASTAÐIR — ÍSLAND

.

Reyktur lax úr landeldi í Öxarfirði
Nýbakað brauð
Hægeldað lamb á sveppabyggi
Steiktur koli, fennel velouté sósa, rauð sósa með reyktri papriku, kartöflur, brokkólí og baunir
Súkkulaðiterta
Gulrótaterta
Róbert og Þórir Ólafssynir

BERUNESBERUFJÖRÐUR —  VEITINGASTAÐIR — ÍSLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ananassalsa – litfagurt og hollt salat

 

Ananassalsa - litfagurt og hollt salat. Það tekur ekki nema fimmtán mínútur að útbúa þetta holla salat. Sætt ananasbragðið passar vel með kóríander og chili. Salatið hentar með kjúklingaréttum, fiski eða sér með stökkum flögum.

Lífsgæði og hamingja – Albert og Elísabet fyrirlestur

 

Lífsgæði og hamingja. Undanfarna mánuði hef ég skoðað mataræði mitt með dyggri aðstoð Betu Reynis næringarfræðings. Við höfum prófað ýmislegt og lesendur hafa fengið að fylgjast með. Við vorum beðin að halda fyrirlestur og segja frá og svo fleiri fyrirlestra. Síðast vorum við í Skyrgerðinni í Hveragerði, myndirnar hér að neðan eru þaðan. Ef þið viljið fá okkur og fræðast erum við alveg til. Netfang Betu er betareynis (@)gmail.com og mitt er albert.eiriksson ( @) gmail.com

Fyrri færsla
Næsta færsla