Berunes í Berufirði

Berunes berufjörður ferðaþjónustan berunesi koli breiðdalsvík bankabygg lamb Róbert ólafsson og Þórir Ólafsson ólafur eggertsson Anna
Berunes – heiðarlegur góður matur á mjög góðu verði í fögrum Berufirði.

Berunes í Berufirði

Það var eitthvað dásamlega kyrrlátt og rómantískt við að horfa heim að Berunesi í Berufirði sem hjónin Ólafur og Anna hafa byggt upp með kærleika, natni og óbrigðulli smekkvísi. Bræðurnir Róbert og Þórir Ólafssynir stóðu vaktina þegar við heimsóttum Berunes.

Oft er einfaldleikinn bestur, það kom vel í ljós þegar við borðuðum á Berunesi í Berufirði. Matseðill dagsins er set-menu með fjórum réttum. Fjórir góðir réttir sem þó taka breytingum dag frá degi, eða viku frá viku, eftir því hvaða hráefni er til. Þegar okkur bar að garði var á boðstólum reyktur lax úr landeldi í Öxarfirði, hægeldað lamb á sveppabyggi, steiktur koli frá Breiðdalsvík og á eftir fengum við gulrótatertu og súkkulaðitertu.

Heiðarlegur góður matur á mjög góðu verði í fögrum Berufirði.

BERUNESBERUFJÖRÐUR —  VEITINGASTAÐIR — ÍSLAND

.

Reyktur lax úr landeldi í Öxarfirði
Nýbakað brauð
Hægeldað lamb á sveppabyggi
Steiktur koli, fennel velouté sósa, rauð sósa með reyktri papriku, kartöflur, brokkólí og baunir
Súkkulaðiterta
Gulrótaterta
Róbert og Þórir Ólafssynir

BERUNESBERUFJÖRÐUR —  VEITINGASTAÐIR — ÍSLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Edda Björgvins, einstakur gleðigjafi heldur matarboð

Edda Björgvins - einstakur gleðigjafi. Edda Björgvinsdóttir stórleikkona hefur glatt þjóðina í áratugi og er hvergi nærri hætt. Hún hefur örugglega komið oftar fram í Áramótaskaupum og skemmtiþáttum en nokkur annar. Edda bauð góðum vinum sínum í „létta veislu" eins og hún orðaði það sjálf. Hún lék á alls oddi, sagði okkur frá því að í sumar verður frumsýnd kvikmynd sem hún leikur í og í haust fer hún með eitt af aðalhlutverkunum í nýju leikriti Ragnars Bragasonar sem sýnt verður í Þjóðleikhúsinu. Auk þess ferðast hún um og heldur óborganlega skemmtilega fyrirlestra. Já svo er hin orðheppna Bibba aldrei langt undan

Blómkáls kúskús salat

Kús kús blómkálssalat

Blómkáls kús kús salat. Blómkál er uppfullt af c og k vítamínum og fyrir ykkur sem hugsið um hitaeiningar: blómkál inniheldur örfáar hitaeiningar. En blómkál er frekar tormelt og því mikilvægt að tyggja það vel, eða skella því í matvinnsluvélina. Á Indlandi er turmeric kryddað blómkál gamalt húsráð til að styrkja ónæmiskerfið og hreinsa út bakteríur. Þetta salat getur hvort heldur verið aðalréttur eða meðlæti.

Fyrri færsla
Næsta færsla