
Heimagert granóla (glútenlaust)
Það er gott að byrja daginn á góðu granóla sem er í senn næringarríkt og bragðgott. Þetta heimagerða granóla er glútenlaust og fullt af góðgæti: haframjöl, fræ, hnetur, þurrkaðir ávextir og dásamlegt bragð af kanil og vanillu. Það er bakað með blöndu af ólífuolíu og kókosolíu og sætt með sírópi, sem gefur því stökkt og karamelliserað yfirbragð.
Macadamíuhnetur og pekanhnetur gefa holla orku, fræin bæta við próteini og þurrkuðu ávextirnir gefa náttúrulegt sætubragð. Granóla er frábært með jógúrti, AB-mjólk eða bara í krukku sem snarl — JÁ! og það ilmar líka dásamlega meðan það bakast.
— GRANÓLA — MORGUNMATUR — GLÚTENLAUST — ÞURRKAÐIR ÁVEXTIR —
.

Glútenlaust granóla
3 bollar glútenlaust haframjöl
1 dl ólífuolía
1/2 dl hlynsíróp
1/2 dl kókosolía
2 tsk kanill
2 tsk vanillusykur
1 tsk salt
1 dl macadonia hnetur
1 dl pekanhnetur
3 dl blönduð fræ (graskers-, sesam-, sólblóma-)
150 g þurrkaðir ávextir
Hitið ofninn í 170°C.
Blandið saman ólífuolíu, hlynsírópi og kókosolíu. Hrærið saman við haframjöl, kanil, vanillusykur og salt. Setjið á ofnplötu með bökunarpappír. Ristið í 15 mín í ofninum.
Saxið á meðan macadonia hnetur og pekan hnetur. Blandið fræjum saman við þær – graskersfræ, sesam og sólblóma. Hnetu- og fræjasamsetningin má vera hvernig sem er, en þetta er uppáhaldið mitt.
Saxið einnig þurrkaða ávexti, t.d. apríkóstur eða fíkjur, eða blöndu af hinu og þessu, nema bara ekki rúsínur eða sveskjur. Blandið saman við hnetu- og fræblönduna.
Takið haframjölið út og blandið hnetu-, fræ- og ávaxtablöndunni saman við. Bakið áfram í 10 mín. eða lengur, eftir því hvað þú vilt hafa þetta dökkt.
— GRANÓLA — MORGUNMATUR — GLÚTENLAUST — ÞURRKAÐIR ÁVEXTIR —
.