
Súkkulaðikaka með kókos
Annar af tveimur góðum eftirréttum í afar (bragð)góðu matarboði hjá Hildi Elísabetu og Svavari Þór á Ísafirði. Hinn eftirrétturinn var BERJAEFTIRRÉTTUR og í aðalrétt voru heimsins bestu HREINDÝRABORGARAR.
— ÍSAFJÖRÐUR — EFTIRRÉTTIR — BLÁBER —
.
Súkkulaðikaka með kókos
botn
200 g smjör
4 egg
5 dl sykur
2 tsk vanillusykur
1/4 tsk salt
1 dl kakó
3 dl hveiti
Bræðið smjör.
Hrærið egg og sykur vel saman, bætið við vanillusykri, salti og kakói.
Látið loks hveiti og smjörið.
Leggið smjörpappír í skúffukökuform, deigið yfir og bakið í 15 mín við 200°C
Ofan á
1 dl síróp
2 dl sykur
1 1/2 dl rjómi
75 g smjör
200 g gróft kókosmjöl
Setjið allt í pott og látið sjóða í 5 mín.
Hellið ofan á kökuna og bakið áfram í 10 mín eða þar til hún hefur fengið fallegan lit.
Látið kólna.
Leggið bökunarpappír yfir kökuna farg þar ofan á til að pressa hana saman.
Skerið í litla bita.
— ÍSAFJÖRÐUR — EFTIRRÉTTIR — BLÁBER —
.