Hreindýraborgaraveislan mikla

Birgir, Sigrún pálmadóttir, Hildur elísabet pétursdóttir, Svavar þór guðmundsson, Albert og Páll Bergþórsson hreindýr hreindýraborgarar Súkkulaðikaka með kókos. Guðdómleg en ekki hollustukaka hreindýrakjöt hamborgari borgari skyreftirréttur örnuskyr arna bolungarvík
Birgir, Sigrún, Hildur, Svavar, Albert og Páll

„Þú verður að fá Hildi og Svavar á bloggið,” sagði Bergþór eftir að hafa verið í eftirminnilegri veislu hjá Hildi Elísabetu Pétursdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar og Svavari Þór Guðmundssyni, kerfisstjóra, eftir tónleika Víkings Heiðars á Ísafirði í vetur.

Þau eru mikið útivistarfólk og ráðgera nú þríþrautarkeppni í Zell am See í Austurríki, þegar covid leyfir. Svavar hefur gaman af veiði og bauð upp á hreindýrsborgara. Þeir toppuðu alla borgara sem ég hef borðað til þessa, enda voru sósurnar og frönskurnar steiktar úr andafitu hið fullkomna meðlæti.

ÍSAFJÖRÐURKJÖTHREINDÝRHAMBORGARAREFTIRRÉTTIRBLÁBER

.

Hamborgarabrauðin, lengst til vinstri, eru bökuð af Hildi og Svavari.
Hreindýraborgari með öllu góðgætinu og steiktar kartöflur í bitum við hliðina

Hreindýraborgarar

Gerið 140 gr borgara úr fyrsta flokks hreindýrakjöti, best að hakka lundina í þetta. Ég tími því samt aldrei. Pressaðir vel til að halda þeim saman enda er ekkert annað sett í þá fyrir eldun.
Grillið funhitað og borgurunum hent á.
Salt og pipar. Leyfilegt er að nota annað krydd.
Borgurunum snúið, saltaðir og pipraðir á elduðu hliðina og síðan sett þverhandarþykk sneið af blámygluosti, t.d. Ljótum á hvern og einn. Gætið að því að gera þetta ekki of snemma, þar sem hann bráðnar hratt og lekur þá oní grillið en ekki neytendur.
Berið fram settlega.

Sultaður rauðlaukur

1-2 rauðlaukar – skornir en ekki of smátt.
1 kanilstöng
1 stjörnuanís (ef vill)
Tveir negulnaglar (ef vill)
Krækiberjasaft, ca. 1 dl (ef hún er ekki til mun laukurinn sjálfkrafa falla í 2. flokk). Mögulega hægt að nota sólberjasafa.
Slurkur af balsamik-edik, ég vil hafa talsvert sýrbragð og nota ca. hálfan dl.
1 matskeið af hunangi eða sírópi eða púðursykri.
Öllu hent í pott með olíu og steikt við háan hita í 5 mín, þá lækkað undir og kokkað við hægan eld í 30 mín eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur og vökvinn soðinn niður. Smakkað til með salti og pipar.

Koríandersósa

500 g laktósafrí grísk jógúrt frá Örnu
Góð lúka af smátt skornu fersku koríander
Safi úr kvart-sítrónu
Eitt hvítlauksrif, pressað
Smátt sökuð gúrka eftir smekk (ég nota yfirleitt bara ca lúku, aðallega upp á ferskleikann.
Dijon-hunangssinnep eða sætt sinnep (ef vill)
Salt og pipar og spörum það ekki.
Annað krydd eftir smekk hvers og eins. Ég nota oft cumin, reykta papriku (passa magnið hér) og ungverska papriku (ekki það sama og sullið sem hér fæst). Gott er líka að fara með þetta í karrí-áttina eða hreinlega nota tilbúnar kryddblöndur en bara ef þær eru góðar.

Ferlið:
Ekki er sama hvernig þetta er gert og krefst þetta allt saman talsverðrar ástar.
Opnið Brioche-brauð og smyrjið með koríandersósu á topp og botn, notið aðra sósu sparlega en gott er að nota örlítið af góðri (mikilvægt) BBQ-sósu og sætu sinnepi með koríandernum.
Leggið borgarann varlega í brauðið, hann hangir varla saman enda bindiefnafrír. Kálblað þar ofan á, hér gildir ísberg eða Lambhagasalat best. Gott er að nota ferska kokteiltómata og gúrku í sneiðum með þessu en má sleppa ef grænmetisóþol er slæmt.
Setjið góðan slurk af sultuðum rauðlauk ofan á borgarann og lokið honum svo með brauðinu. Bætið sósu á eftir þörfum – sósufólk vill meira.
Gott er að bera fram sætkartöflufranskar með þessu og einfalt salat.
Flóknara þarf það ekki að vera enda er bragðið af hreindýrinu þannig að það má ekki kæfa það með drasli og óþarfa ábreiðum. Njótið vel og smjattið hátt.

Hreindýraborgaraveisla með hressu fólki
Örnu jógúrt með bláberjum

Berjaeftirréttur

500 gr grísk Örnu jógúrt
250 ml þeyttur rjómi
4 vel fullar matskeiðar heimatilbúin berjasulta
Slatti af aðalbláberjum (helst nýtýndum en annars frosnum)

Rjóminn þeyttur
Sultan hrærð vel út í grísku jógúrtina
Þessu svo balndað varlega saman og sett í skál
Berin sett yfir
Skreyti stundum með rauðum berjum t.d jarðaberjum

Geri þetta mikið á haustin þegar hlíðarnar fyllast af gómsætum aðalbláberjum. Örnu gríska jógúrtin er svo mjúk og góð í allt. Notaði alltaf AB hér einu sinni en gríska jógúrtin toppar allt. Auðvitað má nota keypta sultu en hitt er miklu betra.

Súkkulaðikaka með kókos. Guðdómleg en ekki hollustukaka

Súkkulaðikaka með kókos. Guðdómleg en ekki hollustukaka

botn
200 g smjör
4 egg
5 dl sykur
2 tsk vanillusykur
1/4 tsk salt
1 dl kakó
3 dl hveiti

Bræðið smjör.
Hrærið egg og sykur vel saman, bætið við vanillusykri, salti og kakói.
Látið loks hveiti og smjörið.
Leggið smjörpappír í skúffukökuform, deigið yfir og bakið í 15 mín við 200°C

Ofan á
1 dl síróp
2 dl sykur
1 1/2 dl rjómi
75 g smjör
200 g gróft kókosmjöl

Setjið allt í pott og látið sjóða í 5 mín.

Hellið ofan á kökuna og bakið áfram í 10 mín eða þar til hún hefur fengið fallegan lit.
Látið kólna.

Leggið bökunarpappír yfir kökuna farg þar ofan á til að pressa hana saman.
Skerið í litla bita.

ÍSAFJÖRÐURKJÖTHREINDÝRHAMBORGARAREFTIRRÉTTIRBLÁBER

— HREINDÝRABORGARAVEISLAN MIKLA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.