Skál restaurant á horni Njálsgötu og Klapparstígs í Reykjavík
Skál restaurant
Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að lofa Skál!, staðurinn hefur fengið Bib Gourmand viðurkenningu frá Michelin sem staður með framúrskarandi matseld, en á viðráðanlegu verði. Það stóð líka heima, þarna er frumleg matseld með himneskum bragðsinfóníum. Staðurinn er kósí og tekur utan um mann í hlýjum jarðlitum, einfaldur og smekklegur, þægileg sæti og lýsing. Hann er alls ekki uppstrílaður, heimilislegir og vingjarnlegir þjónarnir í bolum.
Bergþór, Albert og Sibba Péturs á SkálÞað er gaman að láta koma sér á óvart og fá þrjá ólíka óáfenga kokteila í upphafiFyrst fengum við grafna hörpuskel úr Djúpinu með rifsberjakrapi, piparrótarrjóma og dillolíu. Við litum hvert á annað með svip sem sagði: Hvílík byrjun! Þetta var líka ótrúlega fallegt, eins og maður væri kominn út í náttúruna. Með hörpuskelinni var borið fram volgt hvítlauksbrauð með jurtasmjöri, svakalega gott.Það sem einkenndi máltíðina var hvað allt var ferskt og létt, m.a.s. nautatartarið, eins og léttur vorblær. Nautatartar krækiber rúgbrauð, fáfnisgraskrem og karsi Blaðsalat rjómi, rósaedik, epli og pistasíur Radísur, reyktur sýrður rjómi, rúgbrauð og karsi.Karfa-ceviche, pikklaður rabarbari, tómatar og skessujurt í tómatsafa, brennt hvítlauksduft yfir. HallelújaBrenndur blaðlaukur, stracciatella ostur, þurrkaðar ólívur, blóðberg og bokhveiti.Sólkoli, kramdar kartöflur undir, blanquette (niðursoðin rjómafroða) með léttreyktum þorskhrognum, grillað grænkál ofaná og smári, minnti á gömlu soðninguna með kartöflum og smjöri, bara miklu betri.Lamba framhryggjarvöðvi, blaðlaukur o.fl. laukar eru brenndir og duftið sett utan um lambið, sem lokar því, reyktur laukur, blaðkál og svart hvítlauks BBQ. „Iconic“ réttur!Villt bláber, skyrmousse, heslihnetu-crumble, hundasúra. Mikið væri gaman ef fleiri veitingastaðir nýttu sér hundasúrur.