Sælgætismolar

0
Sælgætismolar
Sælgætismolar
Auglýsing
Sælgætismolar inga eydal akureyri smákökur jólasmákökur jólabakstur valhnetur súkkulaðikökur ekki sætar kökur
Sælgætismolar

 

Sælgætismolar

Á Akureyri fór ég í kaffi til Ingu Eydal og fékk hjá henni uppáhalds smákökur fjölskyldunnar. „Þessi uppskrift var í einhverju jólablaði fyrir um hálfri öld síðan og hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá minni fjölskyldu. Þær eru einfaldar, fljótlegar, ekki mjög sætar en afar góðar.” segir Inga

Auglýsing

SMÁKÖKURAKUREYRIINGA EYDAL VALHNETUR

.

Í kaffi hjá Ingu Eydal

Sælgætismolar

250 g. mjúkt smjör
125 g. flórsykur
1 egg
350 g. hveiti
3 msk. sterkt kaffi
125 g. saxaðir valhnetukjarnar
75 g. suðusúkkulaði

Smjör og flórsykur hært vel saman. Eggi, kaffi og hveiti bætt við. Hrært vel saman og hnetum og súkkulaði blandað í deigið í lokin. Sett með tveimur teskeiðum á plötu og bakað í miðjum ofni við 175°C í 8-10 mínútur. Kökurnar renna lítið út og mikilvægt er að baka þær ekki of lengi, þær eiga að vera fremur ljósar.

SMÁKÖKURAKUREYRIINGA EYDAL VALHNETUR

.

Fyrri færslaVeitingastaðurinn North